Antonio Conte sá fyrsti sem nær tvennunni á móti Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 15:00 Pep Guardiola og Antonio Conte í gær. Vísir/Getty Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017 Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira