Hagar verða helmingi stærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Velta Olís árið 2016 nam 31 milljarði króna og velta Lyfju er um níu milljarðar. vísir/gva Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira