Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 10:35 Skúli Gautason. Krafan var ekki mjög há, 30-50 þúsund krónur, ekki hærri en svo að Skúli hugleiddi hvort hann ætti að borga. visir/pjetur Skúli Gautason, leikari, söngvari og menningarfulltrúi Vestfjarða, varð fyrir því í vor að fá vírus í tölvu sína, sem svipar til þess sem nú geisar. Hann segir það hafa verið djöfullega reynslu, persónulegt áfall því um er að ræða árás í persónulegt líf þess sem verður fyrir slíku. Skúli sagði Vísi þá sögu ef hún kynni að reynast víti til varnaðar. „Þetta var í vinnutölvu. En kom upp í gegnum íslenska síðu sem ég notaði talsvert í tengslum við vinnu mína. En, þar hafði greinilega verið plantað inn einhverju forriti,“ segir Skúli. Þetta var fyrir um tveimur mánuðum en nú er búið að leggja umræddri síðu, henni var lokað samdægurs. „Þetta leit ótrúlega sakleysislega út. Síðan var bjöguð og ég fékk meldingu um að ég þyrfti að uppfæra font, eða stafagerð, til að síðan birtist eðlilega. Ég asnaðist til að smella á þetta og þá var um leið búið að dulrita öll gögn á tölvunni, á Google Drive og á öllum Dropbox reikningum sem er deilt með mér.“Ísköld tilkynning um hvernig ætti að greiðaÞetta var ákaflega lævíslegt. Skúli taldi sig þekkja síðuna vel og hann segir að þetta ætti að kenna fólki að vera tortryggið á netinu. Um leið og Skúli hafði samþykkt að uppfæra fontinn birtist gluggi á skjánum.Skaðinn sem fólk sem lendir í tölvuþrjótum verður fyrir er tilfinnanlegur og tilfinningalegs eðlis. Þetta er innrás í persónulegt líf.„Viðmótið á þeim glugga var bisnessmódel. Tilkynning: Nú hafa öll gögn á tölvunni þinni verið dulkóðuð. Þetta var kalt og viðskiptalegt, alls ekki fruntalegt, ítarlegar upplýsingar um hvernig maður ætti að borga.“ Skúli átti að borga í bitcoin, hvers vegna veit hann ekki. Kannski að erfiðara sé að rekja það? „Ég setti mig ekki inní það. Þegar þetta gerðist, þegar ég áttaði mig á því að það væri kominn vírus, slökkti ég á tölvunni, reif hana strax úr sambandi. Og það bjargaði einhverju.“Krafan ekki mjög háSkúli man ekki nákvæmlega hversu há krafan var. Engin ósköp, eitthvað á milli 30 til 50 þúsund íslenskra króna. „Ekki hærri en svo að maður hugleiddi það alvarlega að borga þetta bara.“ Skúli setti sig í samband við menn sem hann þekkir og starfa við vírusvarnir. Þeir ráðlögðu honum eindregið frá því að borga. „Bæði væri ekkert öruggt þó maður borgaði að það yrði opnað fyrir aðgang að skjölunum. Og svo í prinsippinu, ef maður er að borga er maður að næra svona starfsemi, kenna þessum netkrimmum að þetta skilar einhverju.“Ráðlagt að borga ekkiUm leið og þetta gerðist, á sömu sekúndu, voru öll skjöl í tölvunni dulkóðuð og Skúli komst ekki inn í nein skjöl. „Og öll ský einnig, dropbox, þar var ég tengdur við gögn frá hinum og þessum aðilum og félagasamtökum. Þannig að þetta var að valda mörgum fleirum tjóni en manni sjálfum og það er eiginlega það versta. Ég ákvað mjög fljótt að ég ætlaði ekki að borga þetta og tók bara skellinn.“ Skúli fór í það að finna hjá hinum og þessum félagasamtökum sem höfðu ekki verið í gangi þegar þetta kom upp. Þessi skýja-netsvæði vista afrit á viðkomandi tölvu, og tengja sig svo skýið.Persónulegt áfall að lenda í tölvuárás„Ef maður fann slíka tölvu var málið að aftengja hana netinu, afrita gögnin og skipta þeim út fyrir þessi dulkóðuðu. Í dropbox er það þannig að þar vistast sjálfkrafa öryggisforrit. Þannig að þar var hægt að endurheimta eitthvað. Hef síðan verið að grafa upp gamlar diskhettur til að ná í gömul afrek.“ Skúli segir það hafa verið persónulegt áfall að lenda í þessu. Þetta sé innrás í persónulegt líf. „Stór hluti þess fer fram í tölvunni og einhver ókunnugur er kominn þar inn – alveg djöfullegt. Og sérstaklega þegar þú ert að valda öðrum tjóni. Mér leið illa með það.“ Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Skúli Gautason, leikari, söngvari og menningarfulltrúi Vestfjarða, varð fyrir því í vor að fá vírus í tölvu sína, sem svipar til þess sem nú geisar. Hann segir það hafa verið djöfullega reynslu, persónulegt áfall því um er að ræða árás í persónulegt líf þess sem verður fyrir slíku. Skúli sagði Vísi þá sögu ef hún kynni að reynast víti til varnaðar. „Þetta var í vinnutölvu. En kom upp í gegnum íslenska síðu sem ég notaði talsvert í tengslum við vinnu mína. En, þar hafði greinilega verið plantað inn einhverju forriti,“ segir Skúli. Þetta var fyrir um tveimur mánuðum en nú er búið að leggja umræddri síðu, henni var lokað samdægurs. „Þetta leit ótrúlega sakleysislega út. Síðan var bjöguð og ég fékk meldingu um að ég þyrfti að uppfæra font, eða stafagerð, til að síðan birtist eðlilega. Ég asnaðist til að smella á þetta og þá var um leið búið að dulrita öll gögn á tölvunni, á Google Drive og á öllum Dropbox reikningum sem er deilt með mér.“Ísköld tilkynning um hvernig ætti að greiðaÞetta var ákaflega lævíslegt. Skúli taldi sig þekkja síðuna vel og hann segir að þetta ætti að kenna fólki að vera tortryggið á netinu. Um leið og Skúli hafði samþykkt að uppfæra fontinn birtist gluggi á skjánum.Skaðinn sem fólk sem lendir í tölvuþrjótum verður fyrir er tilfinnanlegur og tilfinningalegs eðlis. Þetta er innrás í persónulegt líf.„Viðmótið á þeim glugga var bisnessmódel. Tilkynning: Nú hafa öll gögn á tölvunni þinni verið dulkóðuð. Þetta var kalt og viðskiptalegt, alls ekki fruntalegt, ítarlegar upplýsingar um hvernig maður ætti að borga.“ Skúli átti að borga í bitcoin, hvers vegna veit hann ekki. Kannski að erfiðara sé að rekja það? „Ég setti mig ekki inní það. Þegar þetta gerðist, þegar ég áttaði mig á því að það væri kominn vírus, slökkti ég á tölvunni, reif hana strax úr sambandi. Og það bjargaði einhverju.“Krafan ekki mjög háSkúli man ekki nákvæmlega hversu há krafan var. Engin ósköp, eitthvað á milli 30 til 50 þúsund íslenskra króna. „Ekki hærri en svo að maður hugleiddi það alvarlega að borga þetta bara.“ Skúli setti sig í samband við menn sem hann þekkir og starfa við vírusvarnir. Þeir ráðlögðu honum eindregið frá því að borga. „Bæði væri ekkert öruggt þó maður borgaði að það yrði opnað fyrir aðgang að skjölunum. Og svo í prinsippinu, ef maður er að borga er maður að næra svona starfsemi, kenna þessum netkrimmum að þetta skilar einhverju.“Ráðlagt að borga ekkiUm leið og þetta gerðist, á sömu sekúndu, voru öll skjöl í tölvunni dulkóðuð og Skúli komst ekki inn í nein skjöl. „Og öll ský einnig, dropbox, þar var ég tengdur við gögn frá hinum og þessum aðilum og félagasamtökum. Þannig að þetta var að valda mörgum fleirum tjóni en manni sjálfum og það er eiginlega það versta. Ég ákvað mjög fljótt að ég ætlaði ekki að borga þetta og tók bara skellinn.“ Skúli fór í það að finna hjá hinum og þessum félagasamtökum sem höfðu ekki verið í gangi þegar þetta kom upp. Þessi skýja-netsvæði vista afrit á viðkomandi tölvu, og tengja sig svo skýið.Persónulegt áfall að lenda í tölvuárás„Ef maður fann slíka tölvu var málið að aftengja hana netinu, afrita gögnin og skipta þeim út fyrir þessi dulkóðuðu. Í dropbox er það þannig að þar vistast sjálfkrafa öryggisforrit. Þannig að þar var hægt að endurheimta eitthvað. Hef síðan verið að grafa upp gamlar diskhettur til að ná í gömul afrek.“ Skúli segir það hafa verið persónulegt áfall að lenda í þessu. Þetta sé innrás í persónulegt líf. „Stór hluti þess fer fram í tölvunni og einhver ókunnugur er kominn þar inn – alveg djöfullegt. Og sérstaklega þegar þú ert að valda öðrum tjóni. Mér leið illa með það.“
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00