Meintir einræðistilburðir Macron Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti, eða Júpíter eins og hann er gjarnan kallaður í frönskum fjölmiðlum, hélt ræðu í Versölum í gær. Nordicphotos/AFP „Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla. Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
„Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla.
Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32
Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17