Persaflóaríkin gefa Katar tveggja daga frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 07:38 Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, utanríkisráðherra Katar, ávarpar ráðstefnugesti í Washington D.C. í lok síðasta mánaðar. Vísir/afp Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00
Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27