Sjötta fjöldaútrýming dýrategunda á jörðinni þegar hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 10:52 Ljónið er ein þeirra dýrategunda sem hefur fækkað mikið undanfarna áratugi. vísir/getty Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“ Dýr Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“
Dýr Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira