Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins telur sig hafa verið í skugga eiginkonu sinnar. Visir/Getty Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09