Lögreglan fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2017 19:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur. Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur.
Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15
Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31