Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 11:26 Myndbandi Daily Caller fylgdi kaldhæðinn texti um að mótmælendur ættu alltaf að líta til beggja hliða áður en þeir lokuðu götum. Skjáskot/Daily Caller Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00