„Við erum komin á endastöð í neyslunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:40 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA „Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu. H&M Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu.
H&M Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira