Hvíta húsið vill að sjónvarpskona verði rekin fyrir ummæli um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 16:15 Hill (2. t.v.) ásamt félögum sínum í SportsCenter á ESPN. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012 Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012
Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira