Markadrottning glímir við geðklofa: Varð svo veik að hún þurfti að hætta í boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2017 09:15 Hrefna Huld Jóhannesdóttir fagnar bikarmeistaratitli með KR. vísir/daníel Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira