Boðað til mótmæla gegn sjálfstæði Katalóníu í dag Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 08:06 Mótmælendur í Oviedo lýstu stuðningi við einingu Spánar með áletrun á þjóðfánanum í gær. Vísir/AFP Mótmæli hafa verið boðuð í Madrid, höfuðborg Spánar, og fleiri borgum gegn sjálfstæði Katalóna í dag. Fyrrverandi leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Katalóníu segir héraðið ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði ennþá. Alls eru 90% þeirra 2,3 milljóna Katalóna sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði sem fór fram á sunnudag sögð hafa samþykkt að lýsa yfir sjálfstæði. Spænska landsstjórnin hefur lýst atkvæðagreiðsluna ólöglega. Framkvæmd hennar hefur einnig verið gagnrýnd en spænsk yfirvöld lögðu einnig hald á fjölda kjörkassa. Artur Mas, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, segir við Financial Times að hann telji héraðið enn ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði þó að hann trúi því að það hafi unnið sér inn réttinn til þess að lýsa því yfir.Gætu haldið að sér höndum í biliÓljóst er hver næstu skref verða í átökum katalónsku héraðsstjórnarinnar gegn landsstjórninni. Rætt hafði verið um að héraðsþingið myndi lýsa yfir sjálfstæði á mánudag þegar það kemur saman. Stjórnlagadómstóll Spánar bannaði hins vegar þingfundinn. Nú er talið að Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ávarpi þingið á þriðjudag og gefi skýrslu um stjórnmálaástandið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari BBC á Spáni segir að stjórnarmálakreppa blasi við í landinu lýsi Katalónar einhliða yfir sjálfstæði eða ef stjórnvöld í Madrid ákveða að svipta héraðsstjórnina sjálfsstjórn. Merki séu þó um að yfirvöld bæði í Barcelona og Madrid muni halda að sér höndum í bili. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Mótmæli hafa verið boðuð í Madrid, höfuðborg Spánar, og fleiri borgum gegn sjálfstæði Katalóna í dag. Fyrrverandi leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Katalóníu segir héraðið ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði ennþá. Alls eru 90% þeirra 2,3 milljóna Katalóna sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði sem fór fram á sunnudag sögð hafa samþykkt að lýsa yfir sjálfstæði. Spænska landsstjórnin hefur lýst atkvæðagreiðsluna ólöglega. Framkvæmd hennar hefur einnig verið gagnrýnd en spænsk yfirvöld lögðu einnig hald á fjölda kjörkassa. Artur Mas, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, segir við Financial Times að hann telji héraðið enn ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði þó að hann trúi því að það hafi unnið sér inn réttinn til þess að lýsa því yfir.Gætu haldið að sér höndum í biliÓljóst er hver næstu skref verða í átökum katalónsku héraðsstjórnarinnar gegn landsstjórninni. Rætt hafði verið um að héraðsþingið myndi lýsa yfir sjálfstæði á mánudag þegar það kemur saman. Stjórnlagadómstóll Spánar bannaði hins vegar þingfundinn. Nú er talið að Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ávarpi þingið á þriðjudag og gefi skýrslu um stjórnmálaástandið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari BBC á Spáni segir að stjórnarmálakreppa blasi við í landinu lýsi Katalónar einhliða yfir sjálfstæði eða ef stjórnvöld í Madrid ákveða að svipta héraðsstjórnina sjálfsstjórn. Merki séu þó um að yfirvöld bæði í Barcelona og Madrid muni halda að sér höndum í bili.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira