Fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar biður slasaða Katalóna afsökunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 15:45 Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Vísir/AFP Enric Millo fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar í Katalóníu bað í dag alla Katalóna afsökunar sem slösuðust í átökunum á sunnudag. Sagði hann þó að þetta hafi verið katalónsku stjórninni að kenna fyrir að hafa haldið ólöglegar kosningar. Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram en rúmlega 900 manns slösuðust í kringum atkvæðagreiðsluna umdeildu á sunnudag. Harkaleg viðbrögð stjörnvalda Spánar hafa verið gagnrýnd. Lögregluþjónar í óeirðarbúningum beittu kylfum og gúmmíkúlum gegn kjósendum og mótmælendum. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði en lokatölur liggja ekki fyrir. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn brot á stjórnarskrá Spánar. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði. Hugsanlega mun hann koma fyrir þingið á þriðjudag en mikil óvissa er um framtíð Katalóníu. Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, var færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu. Í frétt á vef BBC kemur fram að ríkisstjórn Spánar ætlar að leggja fram lagabreytingafrumvarp sem mun auðvelda fyrirtækjum að flytja höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum héröðum Spánar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Enric Millo fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar í Katalóníu bað í dag alla Katalóna afsökunar sem slösuðust í átökunum á sunnudag. Sagði hann þó að þetta hafi verið katalónsku stjórninni að kenna fyrir að hafa haldið ólöglegar kosningar. Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram en rúmlega 900 manns slösuðust í kringum atkvæðagreiðsluna umdeildu á sunnudag. Harkaleg viðbrögð stjörnvalda Spánar hafa verið gagnrýnd. Lögregluþjónar í óeirðarbúningum beittu kylfum og gúmmíkúlum gegn kjósendum og mótmælendum. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði en lokatölur liggja ekki fyrir. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn brot á stjórnarskrá Spánar. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði. Hugsanlega mun hann koma fyrir þingið á þriðjudag en mikil óvissa er um framtíð Katalóníu. Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, var færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu. Í frétt á vef BBC kemur fram að ríkisstjórn Spánar ætlar að leggja fram lagabreytingafrumvarp sem mun auðvelda fyrirtækjum að flytja höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum héröðum Spánar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00