„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur í dag Visir/Jóhann K. Jóhannsson Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón. Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14