Vill bara skynsamlegar viðræður við Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, vill ekki funda með Puigdemont í Belgíu. Nordicphotos/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira