Rayjoy vill ekki hitta Puigdemont Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2017 16:54 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Vísir/EPA Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segist ekki ætla að hitta Carles Puigdemont, stjórnmálamanninn frá Katalóníu sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Puigdemont hafði kallað eftir því að þeir myndu hittast, í öðru landi en Spáni, eftir að aðskilnaðarsinnar hlutu meirihluta á þingi Katalóníu í kosningum þar í gær.Snúi Puigdemont aftur til Spánar gæti hann verið handtekinn og ákærður fyrir, meðal annars, landráð og misnotkun á opinberu fé. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar eftir að aðskilnaðarsinnar héldu kosningu í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna. Aðskilnaðarsinnar eru þó samanlagt með meirihluta á þinginu. Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Rajoy sagði í dag, án þess að nefna Puigdemont, að hann myndi ræða við hvern þann sem myndi taka við stjórn ríkisstjórnar Katalóníu. Sá aðili yrði hins vegar að vera með aðsetur í héraðinu. Hann sagði Borgaraflokkinn vera sigurvegar kosninganna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segist ekki ætla að hitta Carles Puigdemont, stjórnmálamanninn frá Katalóníu sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Puigdemont hafði kallað eftir því að þeir myndu hittast, í öðru landi en Spáni, eftir að aðskilnaðarsinnar hlutu meirihluta á þingi Katalóníu í kosningum þar í gær.Snúi Puigdemont aftur til Spánar gæti hann verið handtekinn og ákærður fyrir, meðal annars, landráð og misnotkun á opinberu fé. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar eftir að aðskilnaðarsinnar héldu kosningu í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna. Aðskilnaðarsinnar eru þó samanlagt með meirihluta á þinginu. Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Rajoy sagði í dag, án þess að nefna Puigdemont, að hann myndi ræða við hvern þann sem myndi taka við stjórn ríkisstjórnar Katalóníu. Sá aðili yrði hins vegar að vera með aðsetur í héraðinu. Hann sagði Borgaraflokkinn vera sigurvegar kosninganna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira