„Ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er“ Ingvar Þór Björnsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 14. janúar 2018 20:43 Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori. Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori.
Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira