Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:15 Mynd sem tekin er á Haítí í janúar 2011, ári eftir jarðskjálftann sem lagði landið að mestu í rúst. Svæðisstjóri Oxfam á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi og fengið vændiskonur heim til sín í villuna sem Oxfam leigði handa honum vegna starfsins. vísir/getty Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian. Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian.
Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira