Vissi af máli árið 2014 en gerði ekkert Sveinn Arnarsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Agnes Sigurðardóttir hefur verið gagnrýnd undir það síðasta. Í málunum fimm hefur hún hins vegar tekið á málunum með að senda sr. Ólaf í leyfi meðan málið er til meðferðar á kirkjulegum vettvangi. vísir/anton brink Prestur í Reykjavíkurprófastsdæmi skýrði Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir fjórum árum frá atviki milli sín og Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Sú vitneskja biskups varð hins vegar ekki tilefni til að hefja rannsókn á mögulegu broti séra Ólafs í starfi, hvort sem það væri siðferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar spurði Agnesi hvaða vitneskju hún byggi yfir um mál gegn séra Ólafi þegar nefndin vann að úrskurðunum fimm sem birtir voru í síðasta mánuði. Í svari biskups til nefndarinnar, sem dagsett er 12. febrúar, staðfestir biskup frásögn konunnar sem enn er prestur í Reykjavík, um að hún hefði rætt við biskup vegna máls sem kom upp milli þeirra árið 2010. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ sagði Agnes í frétt á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september þegar greint var frá því að þrjár konur hefðu stigið fram og kært hegðun Ólafs til úrskurðarnefndar kirkjunnar.Fleiri starfsmenn innan kirkjunnar hafa sagt biskup frá ósiðlegu athæfi sr. Ólafs án þess að biskup hafi gert neitt í þeim málum.vísir/gvaÍ einum úrskurðinum sem féll í lok síðasta mánaðar eru afskipti biskups gagnrýnd í málinu. Aftur á móti segir biskup í fréttatilkynningu afstöðu sína skýra. „Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ segir biskup.„Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við að leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“ Agnes vildi ekki ræða það við Fréttablaðið af hverju ekkert hefði verið aðhafst í málinu árið 2014 og hvað væri breytt nú. Fréttablaðið fékk þau skilaboð frá Biskupsstofu að biskup myndi greina frá sinni aðild að málinu ef einhver málsaðili myndi áfrýja málalyktum úrskurðarnefndar til áfrýjunarnefndar. Fimm konur kærðu séra Ólaf til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði gerst sekur um siðferðisbrot í tveimur málum. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Prestur í Reykjavíkurprófastsdæmi skýrði Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir fjórum árum frá atviki milli sín og Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Sú vitneskja biskups varð hins vegar ekki tilefni til að hefja rannsókn á mögulegu broti séra Ólafs í starfi, hvort sem það væri siðferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar spurði Agnesi hvaða vitneskju hún byggi yfir um mál gegn séra Ólafi þegar nefndin vann að úrskurðunum fimm sem birtir voru í síðasta mánuði. Í svari biskups til nefndarinnar, sem dagsett er 12. febrúar, staðfestir biskup frásögn konunnar sem enn er prestur í Reykjavík, um að hún hefði rætt við biskup vegna máls sem kom upp milli þeirra árið 2010. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ sagði Agnes í frétt á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september þegar greint var frá því að þrjár konur hefðu stigið fram og kært hegðun Ólafs til úrskurðarnefndar kirkjunnar.Fleiri starfsmenn innan kirkjunnar hafa sagt biskup frá ósiðlegu athæfi sr. Ólafs án þess að biskup hafi gert neitt í þeim málum.vísir/gvaÍ einum úrskurðinum sem féll í lok síðasta mánaðar eru afskipti biskups gagnrýnd í málinu. Aftur á móti segir biskup í fréttatilkynningu afstöðu sína skýra. „Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ segir biskup.„Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við að leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“ Agnes vildi ekki ræða það við Fréttablaðið af hverju ekkert hefði verið aðhafst í málinu árið 2014 og hvað væri breytt nú. Fréttablaðið fékk þau skilaboð frá Biskupsstofu að biskup myndi greina frá sinni aðild að málinu ef einhver málsaðili myndi áfrýja málalyktum úrskurðarnefndar til áfrýjunarnefndar. Fimm konur kærðu séra Ólaf til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði gerst sekur um siðferðisbrot í tveimur málum.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54