Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 12:00 Trump Bandaríkjaforseti og Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins Abú Dabí, takast í hendur í Hvíta húsinu í maí í fyrra. Nahyan er æðsti yfirmaður herafla Sameinuðu arabísku furstadæmanna og raunverulegur leiðtogi sambandsríkisins. Vísir/AFP Vitni sem hafa gefið rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skýrslu hafa verið spurð út í mögulegar tilraunir fulltrúa Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að kaupa sér pólitísk áhrif með því að veita fé til forsetaframboðs Donalds Trump.New York Times greindi frá þessu um helgina og hafði eftir heimildarmönnum sínum. Spurningarnar bendi til þess að rannsókn Mueller sé að færa út kvíarnar en upphaflega var henni ætlað að kanna afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Mueller hefur þó heimild til að rannsaka öll mál sem kom upp við þá rannsókn. Athygli rannsakendanna er meðal annars sögð beinast að George Nader, bandarískum athafnamanni af líbönskum ættum. Nader hefur verið ráðgjafi Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins Abú Dabí og yfirmanns herafla Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og vandi hann komur sínar í Hvíta húsið í fyrra. Rannsakendurnir eru sagðir hafa spurt vitni út í aðkomu Nader að stefnumótun Hvíta hússins. Nader heimsótti Hvíta húsið oft á fyrstu mánuðum forsetatíðar Trump og ræddi meðal annars við Jared Kushner, tengdason Trump, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa forsetans, um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Persaflóaríkjunum. Ræddi hann meðal annars við þá í aðdraganda opinberrar heimsóknar Trump til Sádí-Arabíu. Heimildum blaðsins ber ekki saman um hvort að Bannon eða Kushner hafi greitt fyrir aðgangi Nader að Hvíta húsinu.Vildi að Trump ræki utanríkisráðherrann Samkvæmt heimildum New York Times vingaðist Nader við Elliot Broidy, eiganda öryggisfyrirtækis og fjáraflara fyrir forsetaframboð Trump, eftir að Trump tók við embætti í fyrra. Kynnti hann Broidy fyrir Nahyan krónprins. Í kjölfarið skrifuðu Sameinuðu arabísku furstadæmin undir samninga við fyrirtæki Broidy sem voru mörg hundruð milljón dollara virði. Í október sendi Broidy Nader nákvæmt minnisblað um fund sem sá fyrrnefndi átti með Trump forseta í Hvíta húsinu þar sem Broidy talaði máli Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Á fundinum lagði Broidy að Trump að hann hitti Nahyan krónprins „við óformlegar aðstæður“ og styddi harða stefnu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í heimshlutanum. Vildi Broidy einnig að Trump ræki Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Samkvæmt minnisblaði Broidy tók Trump vel í fund með krónsprinsinum. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, hafi hins vegar verið mótfallinn því að fundurinn yrði óformlegur.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi að miðla málum þegar nágrannaríki Katar einangruðu landið. Trump tók afstöðu gegn Katar, þvert á áralanga stefnu Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum.Vísir/EPABlaðið segir að Trump hafi gert Sameinuðu arabísku furstadæmin að nánum bandamanni. Hann hafi stutt eindregin stuðning þeirra við nýjan leiðtoga Sádí-Arabíu og aðgerðir þeirra gegn nágrannaríkjunum Íran og Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin voru í hópi arabaríkja sem lokuðu á samskipti við Katar síðasta sumar. Katarar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar. Trump studdi hins vegar nágrannaríkin gegn Katar, þvert á afstöðu Tillerson utanríkisráðherra og annarra bandarískra embættismanna. Broidy sakar útsendara Katar um að hafa brotist inn og stolið tölvupósti hans með minnisblaðinu. Það hafi þeir gert til að refsa honum fyrir einarða afstöðu hans gegn „ríkisstuddri hryðjuverkastarfsemi“. Arabaríkin sem rufu stjórnmálatengsl við Katar í fyrra sökuðu stjórnvöld þar meðal annars um að styðja hryðjuverkastarfsemi.Misheppnuð fjármögnunartilraun tengd við afstöðu Kushner til Katar Fréttirnar af áhuga Mueller á Nader og mögulegum tengslum forsetaframboðs Trump við Sameinuðu arabísku furstadæmin koma fast á hæla uppljóstrana um hugsanlega hagsmunaárekstra Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa forsetans. Þannig sagði The Intercept, vefmiðill Glenns Greenwald, fyrrverandi blaðamanns The Guardian sem sagði fyrst frá víðtæku eftirliti Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, frá því að fjölskyldufyrirtæki Kushner hefði leitað beint til fjármálaráðherra Katar um fjárfestingu í fasteignaverkefni í apríl í fyrra. Fasteignaverkefnið hefur átt í miklum fjárhagskröggum og er lán vegna þess upp á rúmlega milljarð dollara sagt á gjalddaga í byrjun næsta árs. Ekkert varð hins vegar úr fjárfestingu Katara í verkefninu. Aðeins mánuði eftir að upp úr viðræðum fyrirtækis Kushner við Katar slitnaði byrjuðu nágrannaríkin að beita landið viðskiptaþvingunum og slitu stjórnmálasambandi. Kushner fylgdi þá nágrannaríkjum Katar að máli. Hann er jafnframt sagður hafa grafið undan tilraunum Tillerson utanríkisráðherra til að miðla málum.Jared Kushner hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Hann missti aðgang sinn að trúnaðargögnum eftir að öryggisheimild hans var lækkuð nýlega. Þá er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sagður rannsaka fundi og viðskipti hans við erlend ríki.Vísir/AFPFlókið net viðskiptahagsmuna og skuldaFréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar sagði frá því fyrir helgi að rannsakendur Mueller hefðu spurt vitni út í tilraunir Kushner til að tryggja fjölskyldufyrirtækinu fjármögnun eftir að Trump var kjörinn forseti. Kushner er meðal annars sagður hafa fundað með fulltrúum frá Katar, Tyrklandi, Rússlandi, Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum á þeim tíma. Embættismenn frá Katar hafi hugleitt að afhenda Mueller gögn sem þeir töldu sannanir fyrir því að Kushner hafi unnið með nágrannaríkjunum til að koma höggi á landið. Ekkert hafi orðið af því vegna þess að embættismennirnir óttuðust að það gæti skaðað tengsl Katar við Hvíta húsið enn frekar. Þá var öryggisheimild Kushner lækkuð fyrir rúmri viku en hann hafði þá ekki fengið umsókn sína um hana samþykkta í fleiri mánuði. Áhyggjur alríkislögreglunnar FBI af samskiptum Kushner við fulltrúa erlendra ríkja voru ástæða þess að umsóknin var ekki afgreidd. Kushner hefur því ekki lengur aðgang að sömu trúnaðarupplýsingum í Hvíta húsinu og hann hafði áður. Kushner uppfærði umsókn sína um öryggisheimild meðal annars ítrekað með samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja sem hann hafði vanrækt að gefa upp. Washington Post sagði einnig frá því í síðustu viku að embættismenn að minnsta kosti fjögurra ríkja hefðu rætt um hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, skulda fyrirtækja hans og reynsluleysi í opinberum erindrekstri til að hafa áhrif á stefnu Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vitni sem hafa gefið rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skýrslu hafa verið spurð út í mögulegar tilraunir fulltrúa Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að kaupa sér pólitísk áhrif með því að veita fé til forsetaframboðs Donalds Trump.New York Times greindi frá þessu um helgina og hafði eftir heimildarmönnum sínum. Spurningarnar bendi til þess að rannsókn Mueller sé að færa út kvíarnar en upphaflega var henni ætlað að kanna afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Mueller hefur þó heimild til að rannsaka öll mál sem kom upp við þá rannsókn. Athygli rannsakendanna er meðal annars sögð beinast að George Nader, bandarískum athafnamanni af líbönskum ættum. Nader hefur verið ráðgjafi Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins Abú Dabí og yfirmanns herafla Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og vandi hann komur sínar í Hvíta húsið í fyrra. Rannsakendurnir eru sagðir hafa spurt vitni út í aðkomu Nader að stefnumótun Hvíta hússins. Nader heimsótti Hvíta húsið oft á fyrstu mánuðum forsetatíðar Trump og ræddi meðal annars við Jared Kushner, tengdason Trump, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa forsetans, um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Persaflóaríkjunum. Ræddi hann meðal annars við þá í aðdraganda opinberrar heimsóknar Trump til Sádí-Arabíu. Heimildum blaðsins ber ekki saman um hvort að Bannon eða Kushner hafi greitt fyrir aðgangi Nader að Hvíta húsinu.Vildi að Trump ræki utanríkisráðherrann Samkvæmt heimildum New York Times vingaðist Nader við Elliot Broidy, eiganda öryggisfyrirtækis og fjáraflara fyrir forsetaframboð Trump, eftir að Trump tók við embætti í fyrra. Kynnti hann Broidy fyrir Nahyan krónprins. Í kjölfarið skrifuðu Sameinuðu arabísku furstadæmin undir samninga við fyrirtæki Broidy sem voru mörg hundruð milljón dollara virði. Í október sendi Broidy Nader nákvæmt minnisblað um fund sem sá fyrrnefndi átti með Trump forseta í Hvíta húsinu þar sem Broidy talaði máli Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Á fundinum lagði Broidy að Trump að hann hitti Nahyan krónprins „við óformlegar aðstæður“ og styddi harða stefnu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í heimshlutanum. Vildi Broidy einnig að Trump ræki Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Samkvæmt minnisblaði Broidy tók Trump vel í fund með krónsprinsinum. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, hafi hins vegar verið mótfallinn því að fundurinn yrði óformlegur.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi að miðla málum þegar nágrannaríki Katar einangruðu landið. Trump tók afstöðu gegn Katar, þvert á áralanga stefnu Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum.Vísir/EPABlaðið segir að Trump hafi gert Sameinuðu arabísku furstadæmin að nánum bandamanni. Hann hafi stutt eindregin stuðning þeirra við nýjan leiðtoga Sádí-Arabíu og aðgerðir þeirra gegn nágrannaríkjunum Íran og Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin voru í hópi arabaríkja sem lokuðu á samskipti við Katar síðasta sumar. Katarar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar. Trump studdi hins vegar nágrannaríkin gegn Katar, þvert á afstöðu Tillerson utanríkisráðherra og annarra bandarískra embættismanna. Broidy sakar útsendara Katar um að hafa brotist inn og stolið tölvupósti hans með minnisblaðinu. Það hafi þeir gert til að refsa honum fyrir einarða afstöðu hans gegn „ríkisstuddri hryðjuverkastarfsemi“. Arabaríkin sem rufu stjórnmálatengsl við Katar í fyrra sökuðu stjórnvöld þar meðal annars um að styðja hryðjuverkastarfsemi.Misheppnuð fjármögnunartilraun tengd við afstöðu Kushner til Katar Fréttirnar af áhuga Mueller á Nader og mögulegum tengslum forsetaframboðs Trump við Sameinuðu arabísku furstadæmin koma fast á hæla uppljóstrana um hugsanlega hagsmunaárekstra Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa forsetans. Þannig sagði The Intercept, vefmiðill Glenns Greenwald, fyrrverandi blaðamanns The Guardian sem sagði fyrst frá víðtæku eftirliti Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, frá því að fjölskyldufyrirtæki Kushner hefði leitað beint til fjármálaráðherra Katar um fjárfestingu í fasteignaverkefni í apríl í fyrra. Fasteignaverkefnið hefur átt í miklum fjárhagskröggum og er lán vegna þess upp á rúmlega milljarð dollara sagt á gjalddaga í byrjun næsta árs. Ekkert varð hins vegar úr fjárfestingu Katara í verkefninu. Aðeins mánuði eftir að upp úr viðræðum fyrirtækis Kushner við Katar slitnaði byrjuðu nágrannaríkin að beita landið viðskiptaþvingunum og slitu stjórnmálasambandi. Kushner fylgdi þá nágrannaríkjum Katar að máli. Hann er jafnframt sagður hafa grafið undan tilraunum Tillerson utanríkisráðherra til að miðla málum.Jared Kushner hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Hann missti aðgang sinn að trúnaðargögnum eftir að öryggisheimild hans var lækkuð nýlega. Þá er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sagður rannsaka fundi og viðskipti hans við erlend ríki.Vísir/AFPFlókið net viðskiptahagsmuna og skuldaFréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar sagði frá því fyrir helgi að rannsakendur Mueller hefðu spurt vitni út í tilraunir Kushner til að tryggja fjölskyldufyrirtækinu fjármögnun eftir að Trump var kjörinn forseti. Kushner er meðal annars sagður hafa fundað með fulltrúum frá Katar, Tyrklandi, Rússlandi, Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum á þeim tíma. Embættismenn frá Katar hafi hugleitt að afhenda Mueller gögn sem þeir töldu sannanir fyrir því að Kushner hafi unnið með nágrannaríkjunum til að koma höggi á landið. Ekkert hafi orðið af því vegna þess að embættismennirnir óttuðust að það gæti skaðað tengsl Katar við Hvíta húsið enn frekar. Þá var öryggisheimild Kushner lækkuð fyrir rúmri viku en hann hafði þá ekki fengið umsókn sína um hana samþykkta í fleiri mánuði. Áhyggjur alríkislögreglunnar FBI af samskiptum Kushner við fulltrúa erlendra ríkja voru ástæða þess að umsóknin var ekki afgreidd. Kushner hefur því ekki lengur aðgang að sömu trúnaðarupplýsingum í Hvíta húsinu og hann hafði áður. Kushner uppfærði umsókn sína um öryggisheimild meðal annars ítrekað með samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja sem hann hafði vanrækt að gefa upp. Washington Post sagði einnig frá því í síðustu viku að embættismenn að minnsta kosti fjögurra ríkja hefðu rætt um hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, skulda fyrirtækja hans og reynsluleysi í opinberum erindrekstri til að hafa áhrif á stefnu Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01