Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. Þeir segja að stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Mynd/Eva Hauksdóttir Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, en kúrdísk yfirvöld hafa staðfest að hann hafi fallið í átökum í Sýrlandi, eru afar ósáttir við það hvernig íslensk yfirvöld hafa staðið að málinu. Í harðorðri yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér neðar, segir meðal annars: „Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað.“ Aðstandendur reyndu að nái fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær vegna málsins en var þá vísað frá. Til stendur að sá fundur verði haldinn klukkan þrjú í dag. Í áðurnefndri tilkynningu segir: Markmið fundarins í dag er það gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Aðstandendur Hauks krefjast þess að utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. „Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.“ Yfirlýsing aðstandenda Hauks HilmarssonarEins og frem hefur komið í fréttum er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar. Talsmenn andspyrnuhreyfingarinnar sem Haukur vann með hafa staðfest fall hans en við höfum ekki fengið dánarvottorð og þeir geta ekki bent á neitt lík. Það er ekki líklegt en þó hugsanlegt að Haukur hafi lifað af og sé í höndum Tyrkja. Sú staðreynd að leitað var að Hauki á sjúkrahúsum bendir til þess að einhverjar efasemdir hljóti að hafa verið uppi um andlát hans, einhver taldi sig sjá hann falla en enginn hefur séð lík. Á meðan sú staða er uppi er málið rannsakað sem mannshvarf af hálfu lögreglu á Íslandi. Aðstandendur Hauks hafa sjálfir grafið upp þær upplýsingar um málið sem hafa fengist staðfestar og sett sig í samband við þær kúrdísku og grísku hreyfingar sem Haukur tengdist. Það er hins vegar ekki heppilegt að fjölskyldan annist samskipti við Natóríkið Tyrkland. Við báðum þess vegna Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins og lögregluna um það á fundi okkar þann 8. mars að hafa samband við yfirvöld í Tyrklandi og fá staðfest að þau séu með líkið og reyna að fá það sent heim. Móðir Hauks ræddi við Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins fyrir hádegi í gær, þann 12. mars. Ráðuneytið var þá búið að hafa samband við ýmis sendiráð og ræðismenn um víða veröld en hafði engar tilraunir gert til að ná beinu sambandi við ráðuneyti í Tyrklandi, hernaðaryfirvöld eða lögreglu. Svo virðist sem ráðuneytið sé að bíða eftir því að ræðismenn hingað og þangað rannsaki málið eftir sínum eigin leiðum. Engin svör hafa fengist með því móti. Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað. Móðir Hauks reyndi að ná tali af Utanríkisráðherra rétt fyrir hádegi en hann svaraði ekki síma. Hún sendi honum tölvupóst tæpum þrem tímum síðar þar sem hún krafðist þess að hann beitti sér í málinu og hefði samband við sig. Utanríkisráðherra taldi sig hafa mikilvægari hnöppum að hneppa en að svara henni. Fjölskylda Hauks átti annan fund með ráðuneytinu og lögreglu kl. 16 í gær. Stjórnvöld höfðu þá haft fjóra daga til þess að spyrja Tyrki hvort þeir séu með líkið eða geti gefið aðrar upplýsingar um afdrif Hauks en ekki gert neina alvöru tilraun til þess. Á fundinum kom fram að fyrirspurn til Sendiráðs Tyrklands í Osló, um afdrif Hauks, hefðu ekki fylgt neinar myndir eða lýsingar á líkamseinkennum sem gætu gagnast við að bera kennsl á líkið. Enn fremur að ekki væru uppi áform um að hafa beint samband við Tyrki eða Nató og að ráðuneytið gæti ekki gefið nein loforð um að útvega aðstandendum símanúmer og netföng ráðamanna í Tyrklandi svo þeir geti lokið rannsókn þessa máls sjálfir. Utanríkisráðherra neitaði að mæta á fundinn en fékkst til þess, eftir þaulsetu aðstandenda í húsakynnum ráðuneytisins og hótanir um fjölmiðlafár, að hitta okkur daginn eftir. Hann ætlaði þó að setja það skilyrði að einungis tveir aðstandendur mættu á fundinn en þeim afarkosti var vitanlega hafnað. Við eigum því fund með ráðherra kl. 15 í dag. Við viljum þakka starfsfólki Utanríkisráðuneytis og lögreglu fyrir hlýhug og vinsemd sem þau hafa sýnt okkur. Við efumst ekki um samúð þeirra og vilja til að leysa málið en getuleysið er æpandi og ekki að sjá að neinn beri ábyrgð á upplýsingaöflun um málið. Markmið fundarins í dag er það er að gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Við krefjumst þess að Utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, en kúrdísk yfirvöld hafa staðfest að hann hafi fallið í átökum í Sýrlandi, eru afar ósáttir við það hvernig íslensk yfirvöld hafa staðið að málinu. Í harðorðri yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér neðar, segir meðal annars: „Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað.“ Aðstandendur reyndu að nái fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær vegna málsins en var þá vísað frá. Til stendur að sá fundur verði haldinn klukkan þrjú í dag. Í áðurnefndri tilkynningu segir: Markmið fundarins í dag er það gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Aðstandendur Hauks krefjast þess að utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. „Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.“ Yfirlýsing aðstandenda Hauks HilmarssonarEins og frem hefur komið í fréttum er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar. Talsmenn andspyrnuhreyfingarinnar sem Haukur vann með hafa staðfest fall hans en við höfum ekki fengið dánarvottorð og þeir geta ekki bent á neitt lík. Það er ekki líklegt en þó hugsanlegt að Haukur hafi lifað af og sé í höndum Tyrkja. Sú staðreynd að leitað var að Hauki á sjúkrahúsum bendir til þess að einhverjar efasemdir hljóti að hafa verið uppi um andlát hans, einhver taldi sig sjá hann falla en enginn hefur séð lík. Á meðan sú staða er uppi er málið rannsakað sem mannshvarf af hálfu lögreglu á Íslandi. Aðstandendur Hauks hafa sjálfir grafið upp þær upplýsingar um málið sem hafa fengist staðfestar og sett sig í samband við þær kúrdísku og grísku hreyfingar sem Haukur tengdist. Það er hins vegar ekki heppilegt að fjölskyldan annist samskipti við Natóríkið Tyrkland. Við báðum þess vegna Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins og lögregluna um það á fundi okkar þann 8. mars að hafa samband við yfirvöld í Tyrklandi og fá staðfest að þau séu með líkið og reyna að fá það sent heim. Móðir Hauks ræddi við Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins fyrir hádegi í gær, þann 12. mars. Ráðuneytið var þá búið að hafa samband við ýmis sendiráð og ræðismenn um víða veröld en hafði engar tilraunir gert til að ná beinu sambandi við ráðuneyti í Tyrklandi, hernaðaryfirvöld eða lögreglu. Svo virðist sem ráðuneytið sé að bíða eftir því að ræðismenn hingað og þangað rannsaki málið eftir sínum eigin leiðum. Engin svör hafa fengist með því móti. Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað. Móðir Hauks reyndi að ná tali af Utanríkisráðherra rétt fyrir hádegi en hann svaraði ekki síma. Hún sendi honum tölvupóst tæpum þrem tímum síðar þar sem hún krafðist þess að hann beitti sér í málinu og hefði samband við sig. Utanríkisráðherra taldi sig hafa mikilvægari hnöppum að hneppa en að svara henni. Fjölskylda Hauks átti annan fund með ráðuneytinu og lögreglu kl. 16 í gær. Stjórnvöld höfðu þá haft fjóra daga til þess að spyrja Tyrki hvort þeir séu með líkið eða geti gefið aðrar upplýsingar um afdrif Hauks en ekki gert neina alvöru tilraun til þess. Á fundinum kom fram að fyrirspurn til Sendiráðs Tyrklands í Osló, um afdrif Hauks, hefðu ekki fylgt neinar myndir eða lýsingar á líkamseinkennum sem gætu gagnast við að bera kennsl á líkið. Enn fremur að ekki væru uppi áform um að hafa beint samband við Tyrki eða Nató og að ráðuneytið gæti ekki gefið nein loforð um að útvega aðstandendum símanúmer og netföng ráðamanna í Tyrklandi svo þeir geti lokið rannsókn þessa máls sjálfir. Utanríkisráðherra neitaði að mæta á fundinn en fékkst til þess, eftir þaulsetu aðstandenda í húsakynnum ráðuneytisins og hótanir um fjölmiðlafár, að hitta okkur daginn eftir. Hann ætlaði þó að setja það skilyrði að einungis tveir aðstandendur mættu á fundinn en þeim afarkosti var vitanlega hafnað. Við eigum því fund með ráðherra kl. 15 í dag. Við viljum þakka starfsfólki Utanríkisráðuneytis og lögreglu fyrir hlýhug og vinsemd sem þau hafa sýnt okkur. Við efumst ekki um samúð þeirra og vilja til að leysa málið en getuleysið er æpandi og ekki að sjá að neinn beri ábyrgð á upplýsingaöflun um málið. Markmið fundarins í dag er það er að gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Við krefjumst þess að Utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51