Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 19:30 Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45