Dóra Björt: „Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli“ Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. júní 2018 14:31 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er ánægð með hvernig til tókst í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. visir/jói k Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er ánægð með stöðu mála að loknum viðræðum um myndun meirihluta í borginni. „Við Píratar erum rosalega ánægð með þetta. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli að mörgu leyti svo við erum allavega rosalega sátt. Þetta gekk vel.“ Hún segir að viðræðurnar hefðu ekki reynst erfiðar því mikil samstaða hefði verið um grunnmálefni. Þegar uppi er staðið væri meira sem sameinaði flokkana en sundraði. Fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók viðtal við Dóru Björt eftir blaðamannafund sem haldinn var í morgun klukkan hálf ellefu. Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn undirrituðu málefnasamning meirihlutans fyrir kjörtímabilið. Dóra Björt mun gegna embætti forseta borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins. „Þetta er mjög spennandi og ég vonast til þess að verða sameinandi forseti. Við Píratar erum mjög upptekin af samræðustjórnmálum og ég hyggst standa fyrir því.“Húsnæðismálin fyrst á dagskráSpurð að því hvar megi sjá fyrstu fótspor nýs meirihluta svarar Dóra Björt: „Ég held að það verði mjög mikilvægt að leggjast strax yfir það hvernig við ætlum að taka á húsnæðisvandanum sem við stöndum frammi fyrir og það er allavega eitthvað sem við Píratar leggjum mikla áherslu á í samgöngu-og skipulagsmálunum sem hún Sigurborg Ósk, sem er annar borgarfulltrúi Pírata, mun standa fyrir og leiða þannig að það ég held að það verði það fyrst sem við munum leggjast almennilega yfir.“ Þá er skaðaminnkun, lýðræðis-og gagnsæismál ofarlega á blaði þegar kemur að forgangsröðun. „Við ætlum að halda áfram opnun bókhaldsins. Við ætlum að hafa meira samráð við borgarbúa í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framfylgd stefnu. Það er lögbundið þegar það kemur að fötluðu fólki en það er líka eitthvað sem á við um öll mál,“ segir Dóra Björt.Á myndinni undirritar Dóra Björt málefnasamning nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/Jói KSamræðustjórnmál í öndvegiMeirihlutinn sem var kynntur í dag er þó afar tæpur og ljóst er að lítið má út af bera í meirihlutasamstarfinu. Aðspurð, segir Dóra Björt að flokkarnir ætli að leggja áherslu á góð samskipti og munu reiða sig á vinnulag sem hefur verið við lýði hjá fráfarandi meirihluta. „Það þýðir líka bara að það sé gott og mikilvægt að eiga í góðu samtali við minnihlutann og reyna að finna einhvers konar grundvöll sem við getum öll lifað við að mörgu leyti þannig að ég lít á þetta sem ákveðið tækifæri,“ segir Dóra Björt og vitnar til samræðustjórnmálanna sem hún nefndi fyrr í viðtalinu.Segir að allir ættu að geta blómstrað í starfi„Ég held við höfum öll náð að koma inn okkar kjarnamálum og ég held að við munum öll geta vel við unað. Við höfum skipt embættunum þannig að allir eiga að geta blómstrað í sínu starfi og sýnt fram á að þeir eru traustsins verðir og ég tel okkur öll koma mjög heil að því og við styðjum hvort annað í því,“ segir Dóra Björt sem auk þess að gegna embætti forseta bæjarstjórnar mun fara fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er ánægð með stöðu mála að loknum viðræðum um myndun meirihluta í borginni. „Við Píratar erum rosalega ánægð með þetta. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli að mörgu leyti svo við erum allavega rosalega sátt. Þetta gekk vel.“ Hún segir að viðræðurnar hefðu ekki reynst erfiðar því mikil samstaða hefði verið um grunnmálefni. Þegar uppi er staðið væri meira sem sameinaði flokkana en sundraði. Fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók viðtal við Dóru Björt eftir blaðamannafund sem haldinn var í morgun klukkan hálf ellefu. Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn undirrituðu málefnasamning meirihlutans fyrir kjörtímabilið. Dóra Björt mun gegna embætti forseta borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins. „Þetta er mjög spennandi og ég vonast til þess að verða sameinandi forseti. Við Píratar erum mjög upptekin af samræðustjórnmálum og ég hyggst standa fyrir því.“Húsnæðismálin fyrst á dagskráSpurð að því hvar megi sjá fyrstu fótspor nýs meirihluta svarar Dóra Björt: „Ég held að það verði mjög mikilvægt að leggjast strax yfir það hvernig við ætlum að taka á húsnæðisvandanum sem við stöndum frammi fyrir og það er allavega eitthvað sem við Píratar leggjum mikla áherslu á í samgöngu-og skipulagsmálunum sem hún Sigurborg Ósk, sem er annar borgarfulltrúi Pírata, mun standa fyrir og leiða þannig að það ég held að það verði það fyrst sem við munum leggjast almennilega yfir.“ Þá er skaðaminnkun, lýðræðis-og gagnsæismál ofarlega á blaði þegar kemur að forgangsröðun. „Við ætlum að halda áfram opnun bókhaldsins. Við ætlum að hafa meira samráð við borgarbúa í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framfylgd stefnu. Það er lögbundið þegar það kemur að fötluðu fólki en það er líka eitthvað sem á við um öll mál,“ segir Dóra Björt.Á myndinni undirritar Dóra Björt málefnasamning nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/Jói KSamræðustjórnmál í öndvegiMeirihlutinn sem var kynntur í dag er þó afar tæpur og ljóst er að lítið má út af bera í meirihlutasamstarfinu. Aðspurð, segir Dóra Björt að flokkarnir ætli að leggja áherslu á góð samskipti og munu reiða sig á vinnulag sem hefur verið við lýði hjá fráfarandi meirihluta. „Það þýðir líka bara að það sé gott og mikilvægt að eiga í góðu samtali við minnihlutann og reyna að finna einhvers konar grundvöll sem við getum öll lifað við að mörgu leyti þannig að ég lít á þetta sem ákveðið tækifæri,“ segir Dóra Björt og vitnar til samræðustjórnmálanna sem hún nefndi fyrr í viðtalinu.Segir að allir ættu að geta blómstrað í starfi„Ég held við höfum öll náð að koma inn okkar kjarnamálum og ég held að við munum öll geta vel við unað. Við höfum skipt embættunum þannig að allir eiga að geta blómstrað í sínu starfi og sýnt fram á að þeir eru traustsins verðir og ég tel okkur öll koma mjög heil að því og við styðjum hvort annað í því,“ segir Dóra Björt sem auk þess að gegna embætti forseta bæjarstjórnar mun fara fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45
Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22