Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. ágúst 2018 05:15 Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira