Pílagrímum frá Katar meinaður aðgangur að heilögustu stöðum múslima Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. ágúst 2018 13:18 Kaaba, helgasti staður jarðar í trú múslima. Stjórnvöld í Katar segja að Sádí-Arabar hafi meinað pílagrímum frá Katar að taka þátt í pílagrímsför til Mekka í ár. Sádar fara fyrir bandalagi arabaþjóða við Persaflóa sem hafa sett Katar í herkví síðustu mánuði. Deilan er löng og flókin er snýst að miklu leiti um valdatafl Sádí-Arabíu og Írans sem eru valdapólarnir tveir við Persaflóa. Sádar saka konungsfjölskylduna í Katar um að vera of höll undir Írana. Hin árlega pílagrímsferð til Mekka er lykilhluti af trúarlífi múslima um allan heim. Öllum múslimum ber skylda til að fara í eina slíka ferð um ævina ef þeir hafa tök á. Þar sem Sádar stjórna aðgengi að heilögustu stöðum Íslam í Mekka og Medínu gegna þarlend stjórnvöld mikilvægu hlutverki við að skrásetja pílagríma og skipuleggja hina árlegu ferð. Yfirvöld í Katar segja að með því að meina ríkisborgurum sínum að taka þátt í einni af grunnstoðum trúarinnar séu Sádar að bregðast skyldum sínum sem verndarar trúarinnar á Arabíuskaga. Fullyrt er að búið sé að loka fyrir aðgang Katara að sérstöku rafrænu kerfi sem er notað um allan heim til að skrásetja pílagríma. Sé það rétt er líklegt að það veki ugg meðal múslima sem búa í ríkjum sem ekki eru hliðholl pólitískri stefnu Sádí-Arabíu. Sádar hafa oft áður verið sakaður um að misnota yfirráð sín yfir Mekka til að kúga aðrar múslimaþjóðir til hlýðni. Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Stjórnvöld í Katar segja að Sádí-Arabar hafi meinað pílagrímum frá Katar að taka þátt í pílagrímsför til Mekka í ár. Sádar fara fyrir bandalagi arabaþjóða við Persaflóa sem hafa sett Katar í herkví síðustu mánuði. Deilan er löng og flókin er snýst að miklu leiti um valdatafl Sádí-Arabíu og Írans sem eru valdapólarnir tveir við Persaflóa. Sádar saka konungsfjölskylduna í Katar um að vera of höll undir Írana. Hin árlega pílagrímsferð til Mekka er lykilhluti af trúarlífi múslima um allan heim. Öllum múslimum ber skylda til að fara í eina slíka ferð um ævina ef þeir hafa tök á. Þar sem Sádar stjórna aðgengi að heilögustu stöðum Íslam í Mekka og Medínu gegna þarlend stjórnvöld mikilvægu hlutverki við að skrásetja pílagríma og skipuleggja hina árlegu ferð. Yfirvöld í Katar segja að með því að meina ríkisborgurum sínum að taka þátt í einni af grunnstoðum trúarinnar séu Sádar að bregðast skyldum sínum sem verndarar trúarinnar á Arabíuskaga. Fullyrt er að búið sé að loka fyrir aðgang Katara að sérstöku rafrænu kerfi sem er notað um allan heim til að skrásetja pílagríma. Sé það rétt er líklegt að það veki ugg meðal múslima sem búa í ríkjum sem ekki eru hliðholl pólitískri stefnu Sádí-Arabíu. Sádar hafa oft áður verið sakaður um að misnota yfirráð sín yfir Mekka til að kúga aðrar múslimaþjóðir til hlýðni.
Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00