Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 11:07 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga. Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga.
Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38