Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 10:35 Mennirnir tveir hafa verið nafngreindir sem Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov. Vísir/AP Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018 Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24