„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2018 14:00 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sækir málið. Vísir/Vilhelm Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé „fráleit“. Ákæruvaldið krefst þess að Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í máli Thomasar.Þetta kemur fram í greinargerð Sigríðar til Landsréttar vegna aðalmeðferðar á áfrýjun málsins. Fréttastofa hefur greinargerð hennar, sem og greinargerð verjenda Thomasar, undir höndum. Thomas var sem kunnugt er dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir hafa orðið Birnu að bana þann 14. janúar 2017. Dóminum var áfrýjað til Landsréttar og í gær var haldið undirbúningsþinghald vegna málsins en dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um aksturÍ greinargerð ákæruvaldsins segir að ljóst sé að í greinargerð verjandans séu ýmis atriði tínd til til þess að varpa sökinni yfir á Nikolaj Olsen, skipsfélaga Thomasar. Vísir hefur fjallað um greinargerð verjandansog ljóst er að henni er að miklu leyti ætlað að gera Nikolaj tortryggilegan á sama tíma og sekt Thomasar er dregin í efa.Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur.FBL/Anton BrinkTekur saman hvernig atburðarrásin var að mati ThomasarÍ greinargerð ákæruvaldsins segir að það sé ljóst eftir lestur á greinargerð verjanda að atburðarrásin umræddan morgun sé að mati Thomasar og verjandans á þá leið að á tuttugu mínútna tímabili hafi Nikolaj, sem Sigríður nefnir að hafi bæði verið ofurölvaður auk þess hann hafi aldrei öðlast ökuleyfi, ekið bílnum sem þeir voru á, á brott með Birnu innanborðs á meðan Thomas varð eftir að pissa í nágrenni golfvallarsins við Hnoðraholt í Garðabæ.Hafi Nikolaj svo ráðist á Birnu í aftursæti bílsins, klætt hana úr skóm og fötum, losað sig við þá og komið því til leiðar að líkama Birnu var varpað í sjó eða vatn á sunnanverðu Reykjanesi. Að því loknu hafi hann sótt Thomas í nágrenni golfvallarins.Þá sé einnig gert ráð fyrir því að Nikolaj hafi framkvæmt árásina án þess að blóðdropi kæmi á föt hans, þrátt fyrir að mikið blóð hafi komið frá Birnu við atlöguna í bílnum. Þá sé það einnig kenning Thomasar að Nikolaj hafi farið inn í káetu Thomasar meðan sá síðarnefndi var sofandi, sett vísifingur hægri handar á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í Polar Nanoq. Því næst hafi hann brotið skírteinið saman og sett það í ruslanet, allt til þess að koma sökinni á Thomas.Segir í greinargerðinni að framangreind atburðarrás sé að mati ríkissaskóknara „fráleit“ og þar með „flest þau atriði sem teflt er fram að hálfu ákærða til stuðnings sýknukröfu í greinargerð hans.“ Björgvin Jónsson,verjandi Thomasar, á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í gærVísir/VilhelmEkkert gagn að því að rannsaka síma þar sem slökkt var á síma Thomasar Meðal þess sem sýknukrafa Thomasar er byggð á er það sem verjandi segir að sé skortur á sönnunargögnum um að Thomas hafi yfirhöfuð ekið að Óseyrarbrú til þess að losa sig við líkama Birnu. Þá er einnig dregið í efa að hann hafi getað þekkt þá leið sem lögregla telur að hann hafi farið auk þess sem hún sé í efstu mörkum (149,5 kílómetrar) þess kílómetrafjölda sem lögregla taldi (150 kílómetrar) að Thomas hafi ekið bílnum á milli sjö og ellefu um morguninn.Í greinargerð ríkissaksóknara segir að nú liggi fyrir að óútskýrður akstur Thomasar sé um 190 kílómetrar en ekki 140-150 kílómetrar líkt og kom fram við aðalmeðferð málsins í héraði. Muninn megi rekja til þess að nú sé lögregla búin að aka og mæla þær leiðir sem óumdeilt sé að Thomas ók er hann hafði bifreiðina á leigu.Þá sé það Thomasi að kenna að upplýsingar skorti um hvar hann hafi verið á milli sjö og ellefu að morgni 14. janúar þar sem hann hafi neitað að veita þær upplýsingar. Ljóst sé hins vegar að hann gat keyrt að þeim stað sem líkama Birnu var komið fyrir en aðilar málsins draga ekki í efa mat dómskvaðs matsmanns um að það hafi verið gert á Óseyrarbrú.Einnig segir að ekkert gagn hafi verið í því að hefja rannsókn á símum um borð í bílum sem voru á ferð á leiðinni sem Thomas hafi ekið. Telur verjandi að slík rannsókn hafi getað útilokað það að Thomas hafi verið á þessum slóðum. Bendir ríkissaksóknari hins vegar á að slökkt hafi verið á síma Thomasar, því verði ekki séð hvaða þýðingu slík rannsókn hefði haft. Mögulegar akstursleiðir sem talið er að Thomas geti hafa ekið.Skjáskot/Stöð 2Mat tæknimanna að úlpan í Medium-stærð sé hæfileg fyrir Thomas Meðal sönnunargagna í málinu er úlpa af gerðinni Quartz Nature í stærð M. Fannst hún blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Í gær var greint frá því að til stæði að Thomas myndi máta úlpuna til þess að sjá hvort að hann passaði í hana. Í greinargerð verjanda kemur meðal annars fram að þar sem Thomas sé 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn myndi hann ekki festa kaup á úlpu í þeirri stærð, því sé úlpan ekki hans. Hann eigi hins vegar samskonar úlpu en í stærðinni XL.Sjá einnig: Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð MÁkæruvaldið heldur því fram að Thomas hafi verið klæddur úlpunni í stærð M þegar hann fór um borð í Polar Nanoq um klukkan ellefu þann 14. janúar 2017. Úlpan fannst í klefa hans. Í greinargerð ríkissaksóknara segir að það sé mat tæknideildar að umrædd úlpa sé í hæfilegri stærð fyrir karlmann með svipaða líkamsbyggingu, hæð og þyngd og Thomas. Því standi honum til boða að fara í úlpuna við aðalmeðferð málsins til þess að skera úr um hvort hann passi í úlpuna eða ekki. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. 20. september 2018 17:45 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé „fráleit“. Ákæruvaldið krefst þess að Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í máli Thomasar.Þetta kemur fram í greinargerð Sigríðar til Landsréttar vegna aðalmeðferðar á áfrýjun málsins. Fréttastofa hefur greinargerð hennar, sem og greinargerð verjenda Thomasar, undir höndum. Thomas var sem kunnugt er dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir hafa orðið Birnu að bana þann 14. janúar 2017. Dóminum var áfrýjað til Landsréttar og í gær var haldið undirbúningsþinghald vegna málsins en dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um aksturÍ greinargerð ákæruvaldsins segir að ljóst sé að í greinargerð verjandans séu ýmis atriði tínd til til þess að varpa sökinni yfir á Nikolaj Olsen, skipsfélaga Thomasar. Vísir hefur fjallað um greinargerð verjandansog ljóst er að henni er að miklu leyti ætlað að gera Nikolaj tortryggilegan á sama tíma og sekt Thomasar er dregin í efa.Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur.FBL/Anton BrinkTekur saman hvernig atburðarrásin var að mati ThomasarÍ greinargerð ákæruvaldsins segir að það sé ljóst eftir lestur á greinargerð verjanda að atburðarrásin umræddan morgun sé að mati Thomasar og verjandans á þá leið að á tuttugu mínútna tímabili hafi Nikolaj, sem Sigríður nefnir að hafi bæði verið ofurölvaður auk þess hann hafi aldrei öðlast ökuleyfi, ekið bílnum sem þeir voru á, á brott með Birnu innanborðs á meðan Thomas varð eftir að pissa í nágrenni golfvallarsins við Hnoðraholt í Garðabæ.Hafi Nikolaj svo ráðist á Birnu í aftursæti bílsins, klætt hana úr skóm og fötum, losað sig við þá og komið því til leiðar að líkama Birnu var varpað í sjó eða vatn á sunnanverðu Reykjanesi. Að því loknu hafi hann sótt Thomas í nágrenni golfvallarins.Þá sé einnig gert ráð fyrir því að Nikolaj hafi framkvæmt árásina án þess að blóðdropi kæmi á föt hans, þrátt fyrir að mikið blóð hafi komið frá Birnu við atlöguna í bílnum. Þá sé það einnig kenning Thomasar að Nikolaj hafi farið inn í káetu Thomasar meðan sá síðarnefndi var sofandi, sett vísifingur hægri handar á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í Polar Nanoq. Því næst hafi hann brotið skírteinið saman og sett það í ruslanet, allt til þess að koma sökinni á Thomas.Segir í greinargerðinni að framangreind atburðarrás sé að mati ríkissaskóknara „fráleit“ og þar með „flest þau atriði sem teflt er fram að hálfu ákærða til stuðnings sýknukröfu í greinargerð hans.“ Björgvin Jónsson,verjandi Thomasar, á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í gærVísir/VilhelmEkkert gagn að því að rannsaka síma þar sem slökkt var á síma Thomasar Meðal þess sem sýknukrafa Thomasar er byggð á er það sem verjandi segir að sé skortur á sönnunargögnum um að Thomas hafi yfirhöfuð ekið að Óseyrarbrú til þess að losa sig við líkama Birnu. Þá er einnig dregið í efa að hann hafi getað þekkt þá leið sem lögregla telur að hann hafi farið auk þess sem hún sé í efstu mörkum (149,5 kílómetrar) þess kílómetrafjölda sem lögregla taldi (150 kílómetrar) að Thomas hafi ekið bílnum á milli sjö og ellefu um morguninn.Í greinargerð ríkissaksóknara segir að nú liggi fyrir að óútskýrður akstur Thomasar sé um 190 kílómetrar en ekki 140-150 kílómetrar líkt og kom fram við aðalmeðferð málsins í héraði. Muninn megi rekja til þess að nú sé lögregla búin að aka og mæla þær leiðir sem óumdeilt sé að Thomas ók er hann hafði bifreiðina á leigu.Þá sé það Thomasi að kenna að upplýsingar skorti um hvar hann hafi verið á milli sjö og ellefu að morgni 14. janúar þar sem hann hafi neitað að veita þær upplýsingar. Ljóst sé hins vegar að hann gat keyrt að þeim stað sem líkama Birnu var komið fyrir en aðilar málsins draga ekki í efa mat dómskvaðs matsmanns um að það hafi verið gert á Óseyrarbrú.Einnig segir að ekkert gagn hafi verið í því að hefja rannsókn á símum um borð í bílum sem voru á ferð á leiðinni sem Thomas hafi ekið. Telur verjandi að slík rannsókn hafi getað útilokað það að Thomas hafi verið á þessum slóðum. Bendir ríkissaksóknari hins vegar á að slökkt hafi verið á síma Thomasar, því verði ekki séð hvaða þýðingu slík rannsókn hefði haft. Mögulegar akstursleiðir sem talið er að Thomas geti hafa ekið.Skjáskot/Stöð 2Mat tæknimanna að úlpan í Medium-stærð sé hæfileg fyrir Thomas Meðal sönnunargagna í málinu er úlpa af gerðinni Quartz Nature í stærð M. Fannst hún blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Í gær var greint frá því að til stæði að Thomas myndi máta úlpuna til þess að sjá hvort að hann passaði í hana. Í greinargerð verjanda kemur meðal annars fram að þar sem Thomas sé 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn myndi hann ekki festa kaup á úlpu í þeirri stærð, því sé úlpan ekki hans. Hann eigi hins vegar samskonar úlpu en í stærðinni XL.Sjá einnig: Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð MÁkæruvaldið heldur því fram að Thomas hafi verið klæddur úlpunni í stærð M þegar hann fór um borð í Polar Nanoq um klukkan ellefu þann 14. janúar 2017. Úlpan fannst í klefa hans. Í greinargerð ríkissaksóknara segir að það sé mat tæknideildar að umrædd úlpa sé í hæfilegri stærð fyrir karlmann með svipaða líkamsbyggingu, hæð og þyngd og Thomas. Því standi honum til boða að fara í úlpuna við aðalmeðferð málsins til þess að skera úr um hvort hann passi í úlpuna eða ekki.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. 20. september 2018 17:45 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15
Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. 20. september 2018 17:45