Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 20:38 Jónas og hans menn hafa nú gert sér lítið fyrir og rekið væntanlegan frambjóðanda til stjórnar. Heiðveig María telst hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni á stjórn. „Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19