Nýjung boðar byltingu í greiningu krabbameina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Tölvuteiknuð mynd af illkynja frumu í hvítblæði. Nordicphotos/Getty Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira