Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 08:35 Vodafone er í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37