Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:44 Mynd af Heather Heyer, konunni sem lést þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hópinn, umkringd blómum og kertum. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04