Hitamál ársins: Hátíðarfundur á Þingvöllum, hjúkrunarkona í kjól og Banksy Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 14:00 Það voru ýmis mál sem kveiktu í þjóðinni á árinu sem er að líða. Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. Svo eru önnur sem springa út á einum degi og eru mjög heit þann daginn og kannski nokkra daga til viðbótar en hverfa svo í skuggann, mögulega af næsta hitamáli sem kemur upp. Hér verða rifjuð upp nokkur af hitamálum ársins en listinn er auðvitað ekki tæmandi.Pia Kjærsgaard mætir á hátíðarfund á Þingvöllum Þann 17. júlí fór fram hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Almenningur var velkominn á fundinn en afar fáir mættu enda var fundurinn um hásumar og á virkum degi. Forseta danska þingsins, Piu Kjærsgaard, var boðið til fundarins sem vakti hneykslun hjá mörgum vegna stefnu flokks hennar, Danska þjóðarflokksins, í innflytjendamálum og orðræðu hennar sjálfrar gegn fjölmenningu og íslam. Svo fór að þingmenn Pírata sniðgengu hátíðarfundinn vegna nærveru Kjærsgaard og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gekk af fundinum þegar Kjærsgaard tók til máls. Þá báru margir þingmenn barmmerki á fundinum með orðunum „Nej, til racisme.“ Tveimur dögum eftir hátíðarfundinn sendi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði framkomuna gagnvart Kjærsgaard og þá sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að það væri yfirlæti og dónaskapur gagnvart danska þinginu og dönsku þjóðinni að virða ekki embætti danska þingsins. Sjálf sagði Kjærsgaard að gagnrýnin þingmannanna hefði verið fáránleg og til skammar. Þá væri hún stolt að hafa tekið þátt í hátíðarfundinum sem forseti danska þingsins.Kostnaður við hátíðarfundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir.EINAR Á.E. SÆMUNDSENLýsing fyrir 22 milljónir króna Það var ekki bara koma Piu Kjærsgaard sem var umdeild í tengslum við hátíðarfundinn heldur gekk kostnaðurinn fram af mörgum þegar í ljós kom að fundurinn hafði kostað 87 milljónir króna. Fór kostnaðurinn 42 milljónir króna fram úr áætlun en á meðal þess sem Alþingi greiddi fyrir í tengslum við fundinn var lýsing fyrir 22 milljónir króna. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum vegna málsins þar sem fólki blöskraði bruðlið. Fannst mörgum til dæmis skjóta skökku við að borga meira en 20 milljónir króna fyrir lýsingu um hábjartan dag og um hásumar í þokkabót. Þegar leitað var skýringa á því hvers vegna lýsingin hefði kostað svona mikið var svarið að fundinum hefði verið sjónvarpað beint og þörf hafi verið á baksviðslýsingu. Skúli Eggert Þórðarson, þáverandi ríkisendurskoðandi, benti svo á að kostnaðurinn við hátíðarfundinn hefði verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum, til dæmis Kristnihátíðin árið 2000 og Lýðveldishátíðin árið 1994.Það var hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir sem vakti athygli á orðanotkun og myndmáli í bók Birgittu Haukdal um hana Láru sem fer til læknis.VísirLára fer til læknis… og hjúkrunarkonu Það varð uppi fótur og fit í jólabókaflóðinu á árinu þegar Birgitta Haukdal notaði orðið „hjúkrunarkona“ í barnabók sinni Lára fer til læknis. Þá var hjúkrunarkonan jafnframt klædd í kjól og var með kappa. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir ritaði færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún biðlaði til foreldra að útskýra fyrir börnunum sínum að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hefði ekki verið til á Íslandi síðan námið varð að háskólanámi. Þá væru hjúkrunarfræðingar bæði karlar og konur. Færsluna birti Sólveig í kjölfar mikillar umræðu um málið í hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook. Birgitta Haukdal tjáði sig um málið og sagði að henni þætti leitt ef hún hefði sært einhverja með orðavali sínu. Þá sagði hún að henni fyndist hún ekki eiga skilið svona árásir. Í næstu prentun af bókinni Lára fer til læknis var svo búið að breyta orðinu hjúkrunarkona í hjúkrunarfræðing.Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson komst í fréttirnar á árinu vegna myndbands af honum sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum.fréttablaðið/stefánBjörn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á 17 ára stúlku Í lok október gekk myndband af skemmtikraftinum Birni Braga Arnarssyni manna á milli á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu sást Björn Bragi káfa á 17 ára stúlku á veitingastað á Akureyri. Myndbandið var tekið af stúlkunni og er um sjö sekúndna langt. Það vakti mikla reiði þegar það fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og sendi Björn Bragi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. „Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu. Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ sagði Björn Bragi í yfirlýsingunni. Þá sagðist hann jafnframt hafa haft samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar og beðist einlægrar afsökunar. Kvaðst Björn Bragi hafa gengið of langt og að hann tæki fulla ábyrgð á atvikinu. Í kjölfarið hætti Björn Bragi sem spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Foreldrar stúlkunnar sem Björn Bragi káfaði sendu einnig frá sér yfirlýsingu fyrir hönd dóttur sinnar þar sem sagði að hún tæki afsökunarbeiðnina góða og gilda. Hún sagði að snerting Björns Braga hefði valdið henni óþægindum en hafnaði því hins vegar að um kynferðislega áreitni væri að ræða. Þá óskaði hún eftir því að umfjöllun um málið myndi linna og að hvorki nafn hennar né persóna yrði gert að umfjöllunarefni.Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF.AðsendFormaður SÍF líkti kynjafræði við marxísk fræði Pistill sem Davíð Snær Jónsson, þáverandi formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), vakti mikla athygli um mitt sumar. Pistillinn bar yfirskriftina „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ en í honum líkti hann kynjafræði við marxísk fræði og sagði háværar raddir vilja pólitíska innrætingu í kennslustofuna. Fjöldi fólks furðaði sig á skrifum Davíðs og bentu þó nokkrir á að með pistlinum væri hann í raun að tala gegn ályktun sem unnin hafði verið af fulltrúum á sambandsþingi SÍF. Þá gagnrýndu fyrrverandi formenn SÍF skrif Davíðs og sögðu hann misnota embætti formanns SÍF til að koma sínum eigin persónulegu skoðunum á framfæri. Í samtali við Vísi sagði Davíð að gagnrýnin ætti rétt á sér og að hann fagnaði umræðunni. Gagnrýnin hefði hins vegar ekki mikil áhrif á hann. Fimm dögum eftir að pistillinn birtist var síðan greint frá því að stjórn SÍF hefði vísað Davíð Snæ úr stjórn sambandsins, einmitt vegna umrædds pistils. Davíð Snær sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti áhyggjum af „öfgafullum viðbrögðum“ stjórnarinnar.Jón Gnarr fyrir framan verkið á skrifstofu borgarstjóra þegar hann gegndi því embætti.Fréttablaðið/GVAPersónuleg gjöf frá Banksy „einungis plakat“ Það gustaði um Jón Gnarr í nokkra daga í nóvember út af verki sem hann fékk sent frá listamanninum Banksy í borgarstjóratíð sinni. Verkið hafði Jón fengið að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra en tók svo myndina með sér heim þegar hann hætti sem borgarstjóri. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Jón að myndin hefði verið persónuleg gjöf. Hann hefði ekki óskað eftir mynd eftir Banksy í krafti embættisins og að enginn vafi hefði leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embætti borgarstjóra. Mikið var rætt og ritað um málið næstu daga enda settu ýmsir spurningamerki við það að Jón hefði tekið gjöf með sér heim sem hann fékk þegar hann var borgarstjóri og það gegn því skilyrði að hún héngi uppi á skrifstofu borgarstjóra. Jón sjálfur veitti ekki fleiri viðtöl vegna málsin en sagði meðal annars á Facebook-síðu sinni að myndin væri „einungis plakat“ sem hann hefði fengið sent í tölvupósti, prentað út og látið setja á álplötu. Því væri ekki um „orginal“ verk eftir Banksy að ræða. Verkið væri langt í frá milljóna virði og að hann væri „ekkert annað en spilltur bjáni“ ef hann hefði reynt að sleppa því að telja verðmætt listaverk fram til hagsmunaskráningar eða skatts. Þá var greint frá því að Reykjavíkurborg hefði ekki uppi nein áform um að kalla eftir Banksy-myndinni en á endanum fór það svo að Jón fargaði verkinu, það er létt pússa myndina af álplötunni sem hún hafði verið prentuð á.Hópurinn endaði í gjörninginn Demoncrazy í Listasafni Reykjavíkur.Mynd/Leifur Wilberg OrrasonViðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum urðu áframhald Demoncrazy Verkið og gjörningurinn Demoncrazy á Listahátíð í Reykjavík vakti töluverða athygli í upphafi sumars. Um var að ræða röð ljósmynda af ungum berbrjósta konum sem komið var fyrir á Austurvelli en á opnun Listahátíðar gegnu berbrjósta konurnar út úr Alþingishúsinu og yfir á Listasafn Reykjavíkur. Myndirnar af konunum voru teknar á ýmsum stöðum og þar á meðal í þinghúsinu. Lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, fram fyrirspurn á Alþingi vegna þess. Spurði hann hver hefði veitt leyfi fyrir myndatökunni og hvort að forseti þingsins teldi að þessi notkun á Alþingishúsinu væri til þess fallin að auka virðingu þingsins. Í svari við fyrirspurn kom fram að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu veitt leyfi fyrir myndatökunni. Í svari forseta þingsins kom meðal annars fram að eðlilega gætu verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu væri til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta væri hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Vísir ræddi við Borghildi Indriðadóttur, listamanninn á bak við Demoncrazy. Spurð út í viðbrögð Sigmundar Davíðs sagði hún að þau hefðu komið á óvart en það væri í raun áframhald af verkinu að verið væri að tala um það. „Mér fannst þetta í raun bara áhugavert og kannski bara gott að fá aðeins umfjöllun. Í rauninni er þetta bara áframhald af verkinu, að það sé verið að tala um þetta. Mér finnst áhugavert að hann lýsir þessu að hópurinn sé að labba svona út úr byggingunni á svona svolítið virðulegan hátt og það sé verið að lýsa því við það þegar þingsetning er. Það er áhugavert hvernig hann túlkar þetta, hvernig hann túlkar þessa sýningu,“ sagði Borghildur.Svana Lovísa Kristjánsdóttir og Fanney Ingvarsdóttir.VísirBloggurum bannað að nota duldar auglýsingar Í byrjun október greindi Vísir frá því að tveimur bloggurum á síðunni Trendnet, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, hefði verið bannað að nota duldar auglýsingar. Tæknifyrirtækinu Origo og samfélagsmiðlaauglýsingastofunni Sahara var einnig gert að láta af sömu iðju. Bannið mátti rekja til bloggfærslna sem Svana og Fanney birtu á Trendnet en í færslunum var ágæti myndavélarinnar Canon EOS M100 tíundað. Þá var að finna hlekk á myndavélina í færslunum og tekið fram að hún fengist í verslunum Origo. Frétt Vísis um málið vakti mikla athygli og þá vöktu viðbrögð þeirra Svönu og Fanneyjar ekki síður athygli en þær gagnrýndu bæði fréttaflutninginn sem og vinnubrögð Neytendastofu í málinu á bloggum sínum. Færslu Fanneyjar má finna hér en færslu Svönu er ekki lengur að vinna á Trendnet. Þá brást Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, einnig við og kallaði eftir skýrari reglum fyrir áhrifavalda og bloggara í tengslum við samstarf við fyrirtæki. Einnig upplýsti hún að settur hefði verið upp flokkurinn „Samstarf“ á Trendnet til að merkja betur og flokka færslur á síðunni sem innihalda einhvers konar samstarf við fyrirtæki. Á samfélagsmiðlinum Twitter vöktu viðbrögð bloggarana töluverða athygli en nokkur dæmi um það má sjá hér fyrir neðan.Origovöllurinn á Hlíðarenda? Meira svona Égvonaað Neytendastofasjáiþaðhjáséraðleiðbeinaokkurfrekar réttanvegogviðísameiningufundiðmillivegútúrþessuvöllurinn — Stefán Snær (@stefansnaer) October 5, 2018Svolítið seinn í partýið en þetta hlýtur að fara á top 5 listann yfir verstu varnarræður sögunnar.https://t.co/k6xfZfdq7c — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) October 3, 2018Erum við ekki öll guðslifandi fegin að Neytendastofa sé að taka á þessum málum eða er einhver hér sem vorkennir Fanneyju á Trendnet og öllum öðrum sem þurfa að fara að lögum? — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) October 3, 2018Nei sko ég GET ekki meira væl frá bloggurum - gjöf er endurgjald sama þótt andvirði gjafarinnar er 10kr eða 100.000kr. Reglurnar gætu ekki verið skýrari. Ef þið vissuð það ekki fyrir þá amk vitiði það núna. Allir sáttir og málið búið. Bless. — Auður Kolbrá (@AudurKolbra) October 3, 2018 Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. 1. ágúst 2018 10:28 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir engan hafa „pikkað upp“ komu Piu í tilkynningu Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér. 22. júlí 2018 14:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. Svo eru önnur sem springa út á einum degi og eru mjög heit þann daginn og kannski nokkra daga til viðbótar en hverfa svo í skuggann, mögulega af næsta hitamáli sem kemur upp. Hér verða rifjuð upp nokkur af hitamálum ársins en listinn er auðvitað ekki tæmandi.Pia Kjærsgaard mætir á hátíðarfund á Þingvöllum Þann 17. júlí fór fram hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Almenningur var velkominn á fundinn en afar fáir mættu enda var fundurinn um hásumar og á virkum degi. Forseta danska þingsins, Piu Kjærsgaard, var boðið til fundarins sem vakti hneykslun hjá mörgum vegna stefnu flokks hennar, Danska þjóðarflokksins, í innflytjendamálum og orðræðu hennar sjálfrar gegn fjölmenningu og íslam. Svo fór að þingmenn Pírata sniðgengu hátíðarfundinn vegna nærveru Kjærsgaard og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gekk af fundinum þegar Kjærsgaard tók til máls. Þá báru margir þingmenn barmmerki á fundinum með orðunum „Nej, til racisme.“ Tveimur dögum eftir hátíðarfundinn sendi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði framkomuna gagnvart Kjærsgaard og þá sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að það væri yfirlæti og dónaskapur gagnvart danska þinginu og dönsku þjóðinni að virða ekki embætti danska þingsins. Sjálf sagði Kjærsgaard að gagnrýnin þingmannanna hefði verið fáránleg og til skammar. Þá væri hún stolt að hafa tekið þátt í hátíðarfundinum sem forseti danska þingsins.Kostnaður við hátíðarfundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir.EINAR Á.E. SÆMUNDSENLýsing fyrir 22 milljónir króna Það var ekki bara koma Piu Kjærsgaard sem var umdeild í tengslum við hátíðarfundinn heldur gekk kostnaðurinn fram af mörgum þegar í ljós kom að fundurinn hafði kostað 87 milljónir króna. Fór kostnaðurinn 42 milljónir króna fram úr áætlun en á meðal þess sem Alþingi greiddi fyrir í tengslum við fundinn var lýsing fyrir 22 milljónir króna. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum vegna málsins þar sem fólki blöskraði bruðlið. Fannst mörgum til dæmis skjóta skökku við að borga meira en 20 milljónir króna fyrir lýsingu um hábjartan dag og um hásumar í þokkabót. Þegar leitað var skýringa á því hvers vegna lýsingin hefði kostað svona mikið var svarið að fundinum hefði verið sjónvarpað beint og þörf hafi verið á baksviðslýsingu. Skúli Eggert Þórðarson, þáverandi ríkisendurskoðandi, benti svo á að kostnaðurinn við hátíðarfundinn hefði verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum, til dæmis Kristnihátíðin árið 2000 og Lýðveldishátíðin árið 1994.Það var hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir sem vakti athygli á orðanotkun og myndmáli í bók Birgittu Haukdal um hana Láru sem fer til læknis.VísirLára fer til læknis… og hjúkrunarkonu Það varð uppi fótur og fit í jólabókaflóðinu á árinu þegar Birgitta Haukdal notaði orðið „hjúkrunarkona“ í barnabók sinni Lára fer til læknis. Þá var hjúkrunarkonan jafnframt klædd í kjól og var með kappa. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir ritaði færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún biðlaði til foreldra að útskýra fyrir börnunum sínum að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hefði ekki verið til á Íslandi síðan námið varð að háskólanámi. Þá væru hjúkrunarfræðingar bæði karlar og konur. Færsluna birti Sólveig í kjölfar mikillar umræðu um málið í hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook. Birgitta Haukdal tjáði sig um málið og sagði að henni þætti leitt ef hún hefði sært einhverja með orðavali sínu. Þá sagði hún að henni fyndist hún ekki eiga skilið svona árásir. Í næstu prentun af bókinni Lára fer til læknis var svo búið að breyta orðinu hjúkrunarkona í hjúkrunarfræðing.Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson komst í fréttirnar á árinu vegna myndbands af honum sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum.fréttablaðið/stefánBjörn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á 17 ára stúlku Í lok október gekk myndband af skemmtikraftinum Birni Braga Arnarssyni manna á milli á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu sást Björn Bragi káfa á 17 ára stúlku á veitingastað á Akureyri. Myndbandið var tekið af stúlkunni og er um sjö sekúndna langt. Það vakti mikla reiði þegar það fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og sendi Björn Bragi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. „Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu. Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ sagði Björn Bragi í yfirlýsingunni. Þá sagðist hann jafnframt hafa haft samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar og beðist einlægrar afsökunar. Kvaðst Björn Bragi hafa gengið of langt og að hann tæki fulla ábyrgð á atvikinu. Í kjölfarið hætti Björn Bragi sem spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Foreldrar stúlkunnar sem Björn Bragi káfaði sendu einnig frá sér yfirlýsingu fyrir hönd dóttur sinnar þar sem sagði að hún tæki afsökunarbeiðnina góða og gilda. Hún sagði að snerting Björns Braga hefði valdið henni óþægindum en hafnaði því hins vegar að um kynferðislega áreitni væri að ræða. Þá óskaði hún eftir því að umfjöllun um málið myndi linna og að hvorki nafn hennar né persóna yrði gert að umfjöllunarefni.Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF.AðsendFormaður SÍF líkti kynjafræði við marxísk fræði Pistill sem Davíð Snær Jónsson, þáverandi formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), vakti mikla athygli um mitt sumar. Pistillinn bar yfirskriftina „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ en í honum líkti hann kynjafræði við marxísk fræði og sagði háværar raddir vilja pólitíska innrætingu í kennslustofuna. Fjöldi fólks furðaði sig á skrifum Davíðs og bentu þó nokkrir á að með pistlinum væri hann í raun að tala gegn ályktun sem unnin hafði verið af fulltrúum á sambandsþingi SÍF. Þá gagnrýndu fyrrverandi formenn SÍF skrif Davíðs og sögðu hann misnota embætti formanns SÍF til að koma sínum eigin persónulegu skoðunum á framfæri. Í samtali við Vísi sagði Davíð að gagnrýnin ætti rétt á sér og að hann fagnaði umræðunni. Gagnrýnin hefði hins vegar ekki mikil áhrif á hann. Fimm dögum eftir að pistillinn birtist var síðan greint frá því að stjórn SÍF hefði vísað Davíð Snæ úr stjórn sambandsins, einmitt vegna umrædds pistils. Davíð Snær sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti áhyggjum af „öfgafullum viðbrögðum“ stjórnarinnar.Jón Gnarr fyrir framan verkið á skrifstofu borgarstjóra þegar hann gegndi því embætti.Fréttablaðið/GVAPersónuleg gjöf frá Banksy „einungis plakat“ Það gustaði um Jón Gnarr í nokkra daga í nóvember út af verki sem hann fékk sent frá listamanninum Banksy í borgarstjóratíð sinni. Verkið hafði Jón fengið að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra en tók svo myndina með sér heim þegar hann hætti sem borgarstjóri. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Jón að myndin hefði verið persónuleg gjöf. Hann hefði ekki óskað eftir mynd eftir Banksy í krafti embættisins og að enginn vafi hefði leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embætti borgarstjóra. Mikið var rætt og ritað um málið næstu daga enda settu ýmsir spurningamerki við það að Jón hefði tekið gjöf með sér heim sem hann fékk þegar hann var borgarstjóri og það gegn því skilyrði að hún héngi uppi á skrifstofu borgarstjóra. Jón sjálfur veitti ekki fleiri viðtöl vegna málsin en sagði meðal annars á Facebook-síðu sinni að myndin væri „einungis plakat“ sem hann hefði fengið sent í tölvupósti, prentað út og látið setja á álplötu. Því væri ekki um „orginal“ verk eftir Banksy að ræða. Verkið væri langt í frá milljóna virði og að hann væri „ekkert annað en spilltur bjáni“ ef hann hefði reynt að sleppa því að telja verðmætt listaverk fram til hagsmunaskráningar eða skatts. Þá var greint frá því að Reykjavíkurborg hefði ekki uppi nein áform um að kalla eftir Banksy-myndinni en á endanum fór það svo að Jón fargaði verkinu, það er létt pússa myndina af álplötunni sem hún hafði verið prentuð á.Hópurinn endaði í gjörninginn Demoncrazy í Listasafni Reykjavíkur.Mynd/Leifur Wilberg OrrasonViðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum urðu áframhald Demoncrazy Verkið og gjörningurinn Demoncrazy á Listahátíð í Reykjavík vakti töluverða athygli í upphafi sumars. Um var að ræða röð ljósmynda af ungum berbrjósta konum sem komið var fyrir á Austurvelli en á opnun Listahátíðar gegnu berbrjósta konurnar út úr Alþingishúsinu og yfir á Listasafn Reykjavíkur. Myndirnar af konunum voru teknar á ýmsum stöðum og þar á meðal í þinghúsinu. Lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, fram fyrirspurn á Alþingi vegna þess. Spurði hann hver hefði veitt leyfi fyrir myndatökunni og hvort að forseti þingsins teldi að þessi notkun á Alþingishúsinu væri til þess fallin að auka virðingu þingsins. Í svari við fyrirspurn kom fram að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu veitt leyfi fyrir myndatökunni. Í svari forseta þingsins kom meðal annars fram að eðlilega gætu verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu væri til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta væri hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Vísir ræddi við Borghildi Indriðadóttur, listamanninn á bak við Demoncrazy. Spurð út í viðbrögð Sigmundar Davíðs sagði hún að þau hefðu komið á óvart en það væri í raun áframhald af verkinu að verið væri að tala um það. „Mér fannst þetta í raun bara áhugavert og kannski bara gott að fá aðeins umfjöllun. Í rauninni er þetta bara áframhald af verkinu, að það sé verið að tala um þetta. Mér finnst áhugavert að hann lýsir þessu að hópurinn sé að labba svona út úr byggingunni á svona svolítið virðulegan hátt og það sé verið að lýsa því við það þegar þingsetning er. Það er áhugavert hvernig hann túlkar þetta, hvernig hann túlkar þessa sýningu,“ sagði Borghildur.Svana Lovísa Kristjánsdóttir og Fanney Ingvarsdóttir.VísirBloggurum bannað að nota duldar auglýsingar Í byrjun október greindi Vísir frá því að tveimur bloggurum á síðunni Trendnet, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, hefði verið bannað að nota duldar auglýsingar. Tæknifyrirtækinu Origo og samfélagsmiðlaauglýsingastofunni Sahara var einnig gert að láta af sömu iðju. Bannið mátti rekja til bloggfærslna sem Svana og Fanney birtu á Trendnet en í færslunum var ágæti myndavélarinnar Canon EOS M100 tíundað. Þá var að finna hlekk á myndavélina í færslunum og tekið fram að hún fengist í verslunum Origo. Frétt Vísis um málið vakti mikla athygli og þá vöktu viðbrögð þeirra Svönu og Fanneyjar ekki síður athygli en þær gagnrýndu bæði fréttaflutninginn sem og vinnubrögð Neytendastofu í málinu á bloggum sínum. Færslu Fanneyjar má finna hér en færslu Svönu er ekki lengur að vinna á Trendnet. Þá brást Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, einnig við og kallaði eftir skýrari reglum fyrir áhrifavalda og bloggara í tengslum við samstarf við fyrirtæki. Einnig upplýsti hún að settur hefði verið upp flokkurinn „Samstarf“ á Trendnet til að merkja betur og flokka færslur á síðunni sem innihalda einhvers konar samstarf við fyrirtæki. Á samfélagsmiðlinum Twitter vöktu viðbrögð bloggarana töluverða athygli en nokkur dæmi um það má sjá hér fyrir neðan.Origovöllurinn á Hlíðarenda? Meira svona Égvonaað Neytendastofasjáiþaðhjáséraðleiðbeinaokkurfrekar réttanvegogviðísameiningufundiðmillivegútúrþessuvöllurinn — Stefán Snær (@stefansnaer) October 5, 2018Svolítið seinn í partýið en þetta hlýtur að fara á top 5 listann yfir verstu varnarræður sögunnar.https://t.co/k6xfZfdq7c — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) October 3, 2018Erum við ekki öll guðslifandi fegin að Neytendastofa sé að taka á þessum málum eða er einhver hér sem vorkennir Fanneyju á Trendnet og öllum öðrum sem þurfa að fara að lögum? — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) October 3, 2018Nei sko ég GET ekki meira væl frá bloggurum - gjöf er endurgjald sama þótt andvirði gjafarinnar er 10kr eða 100.000kr. Reglurnar gætu ekki verið skýrari. Ef þið vissuð það ekki fyrir þá amk vitiði það núna. Allir sáttir og málið búið. Bless. — Auður Kolbrá (@AudurKolbra) October 3, 2018
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. 1. ágúst 2018 10:28 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir engan hafa „pikkað upp“ komu Piu í tilkynningu Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér. 22. júlí 2018 14:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. 1. ágúst 2018 10:28
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15
Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56
Segir engan hafa „pikkað upp“ komu Piu í tilkynningu Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér. 22. júlí 2018 14:00