Hélt að hann yrði næsti Pablo Escobar Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 21:46 Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við. Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við.
Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30