Hópur erlendra manna grunaður um stórfelldan sígarettuþjófnað úr Leifsstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Friðrik Þór Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næstkomandi vegna gruns um ítrekaðan þjófnað á varningi úr Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn er talinn tilheyra hópi erlendra manna sem hafa stundað skipulagðan þjófnað úr flugstöðinni undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Síðast þegar maðurinn var handtekinn í flugstöðinni fundust í fórum hans sjö sígarettukarton, áfengi og ilmvötn, samtals að verðmæti um 125 þúsund krónur. Lögregla telur að maðurinn tilheyri hópi manna af erlendum uppruna sem stundi með skipulögðum hætti þjófnað á dýrum varningi úr verslunum í flugstöðinni, aðallega sígarettum. Fyrst voru höfð afskipti af hópnum í ágúst í fyrra en hluti hans fór þá úr landi. Karlmaðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald er hins vegar búsettur á Íslandi og virðist hann hafa haldið uppteknum hætti. Starfsemi hópsins fór fram með þeim hætti að mennirnir keyptu ódýra flugmiða, mættu á flugvöllinn og tékkuðu sig inn. Í stað þess að fara í flugið eru mennirnir sagðir hafa látið greipar sópa um verslanir í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Upp komst um þjófnaðinn þegar þegar tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu ferðir einstaklinga úr hópnum. Við húsleit á heimilum grunaðra var auk þess lagt hald á talsvert magn sígarettukartona og annars konar varnings sem talinn er þýfi úr verslunum í flugstöðinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næstkomandi vegna gruns um ítrekaðan þjófnað á varningi úr Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn er talinn tilheyra hópi erlendra manna sem hafa stundað skipulagðan þjófnað úr flugstöðinni undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Síðast þegar maðurinn var handtekinn í flugstöðinni fundust í fórum hans sjö sígarettukarton, áfengi og ilmvötn, samtals að verðmæti um 125 þúsund krónur. Lögregla telur að maðurinn tilheyri hópi manna af erlendum uppruna sem stundi með skipulögðum hætti þjófnað á dýrum varningi úr verslunum í flugstöðinni, aðallega sígarettum. Fyrst voru höfð afskipti af hópnum í ágúst í fyrra en hluti hans fór þá úr landi. Karlmaðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald er hins vegar búsettur á Íslandi og virðist hann hafa haldið uppteknum hætti. Starfsemi hópsins fór fram með þeim hætti að mennirnir keyptu ódýra flugmiða, mættu á flugvöllinn og tékkuðu sig inn. Í stað þess að fara í flugið eru mennirnir sagðir hafa látið greipar sópa um verslanir í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Upp komst um þjófnaðinn þegar þegar tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu ferðir einstaklinga úr hópnum. Við húsleit á heimilum grunaðra var auk þess lagt hald á talsvert magn sígarettukartona og annars konar varnings sem talinn er þýfi úr verslunum í flugstöðinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira