Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 23:48 Shamina Begum er hér lengst til hægri. Vísir/EPA Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið. Bretland Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið.
Bretland Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira