Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:44 Hertogaynjurnar Katrín og Meghan á leið til kirkju á jóladag. vísir/getty Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“ Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19