Formaður VR um Ölmu: „Fyrsta skrefið í að reyna frysta eða koma í veg fyrir frekari hækkanir“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. mars 2019 11:49 Nýtt leigufélag gefur leigjendum kost á öruggri leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir það ánægjulegt að komið sé á markað leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi leigutaka. Hann segir þó leiguverð óásættanlegt. Nýtt leigufélag gefur leigjendum kost á öruggri leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Í febrúar gaf stéttarfélagið VR stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði hjá leigufélaginu en Kviku banki er eigandi Almenna leigufélagsins sem hafði þá sent leigjendum sínum bréf þar sem tilkynnt var um hækkun leiguverðs með fjögurra daga fyrirvara. Að öðrum kosti ætlaði stéttarfélagið að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku.Sjá einnig:Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Eftir fundi á milli formanns VR og framkvæmdastjóra Almenna leigufélagsins var ákveðið að hætta við að hækka leiguverðið. Almenna leigufélagið kynnti nýjan kost í dag þar sem viðskiptavinum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára með föstu leiguverði og sagði María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun að hækkun yrði einungis er tengd vísitölu neysluverðs. „Ég held allavega að þetta muni hafa jákvæð áhrif til lengri tíma. Við erum að setja ákveðið fordæmi og í raun að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri og meira í átt við það sem við sjáum erlendis, bara til dæmis í Evrópu og Norðurlöndunum þar sem að leiga er í raun langtíma valkostur við það að kaupa og reka sína eigin fasteign,“ sagði María í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttastofan skoðaði framboð húsnæðis á heimasíðu Ölmu hjá Almenna leigufélaginu nú fyrir hádegi og kom þar í ljós að tæplega 35 fermetra stúdíóíbúð í miðbænum leigist á 180 þúsund krónur, og tæplega 66 fermetra íbúð, sömuleiðis í miðbænum, leigist á 265 þúsund krónur. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir það ánægjuefni að komið sé leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi en hefur þetta að segja um leiguverð félagsins. „Leiguverðið sem slíkt er ekki ásættanlegt, langt frá því en þetta er allavega þó fyrsta skrefið í að reyna frysta eða koma í veg fyrir frekari hækkanir sem að er markmið útaf fyrir sig og okkur tókst að vinna þetta með Almenna leigufélaginu, að komast að samkomulagi um frystingu á hækkun og sömuleiðis að fá lengri leigusamning sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Ragnar. Ragnar segir þó margar ástæður fyrir að leigu verðið sé eins og það er, meðal annars vegna vaxtarstigs og vegna þess að leigufélög eigi erfitt með að fjármagna sig á hagkvæmum kjörum. Hann segir að Bjarg leigufélag sem byggir íbúðir í Grafarvogi og VR á hlut í muni leigja íbúðir á lægra verði. „Já, já. ég á von á því að leiguverðið verði lægra, bæði lægra almennt og vegna þess að við erum með ákveðin mörk hvað leiga má vera há í samræmi við tekjur viðkomandi, þannig að ég á von á að leiga verði lægri,“ segir Ragnar. Húsnæðismál Bítið Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda. 25. febrúar 2019 17:18 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Formaður VR segir það ánægjulegt að komið sé á markað leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi leigutaka. Hann segir þó leiguverð óásættanlegt. Nýtt leigufélag gefur leigjendum kost á öruggri leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Í febrúar gaf stéttarfélagið VR stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði hjá leigufélaginu en Kviku banki er eigandi Almenna leigufélagsins sem hafði þá sent leigjendum sínum bréf þar sem tilkynnt var um hækkun leiguverðs með fjögurra daga fyrirvara. Að öðrum kosti ætlaði stéttarfélagið að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku.Sjá einnig:Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Eftir fundi á milli formanns VR og framkvæmdastjóra Almenna leigufélagsins var ákveðið að hætta við að hækka leiguverðið. Almenna leigufélagið kynnti nýjan kost í dag þar sem viðskiptavinum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára með föstu leiguverði og sagði María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun að hækkun yrði einungis er tengd vísitölu neysluverðs. „Ég held allavega að þetta muni hafa jákvæð áhrif til lengri tíma. Við erum að setja ákveðið fordæmi og í raun að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri og meira í átt við það sem við sjáum erlendis, bara til dæmis í Evrópu og Norðurlöndunum þar sem að leiga er í raun langtíma valkostur við það að kaupa og reka sína eigin fasteign,“ sagði María í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttastofan skoðaði framboð húsnæðis á heimasíðu Ölmu hjá Almenna leigufélaginu nú fyrir hádegi og kom þar í ljós að tæplega 35 fermetra stúdíóíbúð í miðbænum leigist á 180 þúsund krónur, og tæplega 66 fermetra íbúð, sömuleiðis í miðbænum, leigist á 265 þúsund krónur. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir það ánægjuefni að komið sé leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi en hefur þetta að segja um leiguverð félagsins. „Leiguverðið sem slíkt er ekki ásættanlegt, langt frá því en þetta er allavega þó fyrsta skrefið í að reyna frysta eða koma í veg fyrir frekari hækkanir sem að er markmið útaf fyrir sig og okkur tókst að vinna þetta með Almenna leigufélaginu, að komast að samkomulagi um frystingu á hækkun og sömuleiðis að fá lengri leigusamning sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Ragnar. Ragnar segir þó margar ástæður fyrir að leigu verðið sé eins og það er, meðal annars vegna vaxtarstigs og vegna þess að leigufélög eigi erfitt með að fjármagna sig á hagkvæmum kjörum. Hann segir að Bjarg leigufélag sem byggir íbúðir í Grafarvogi og VR á hlut í muni leigja íbúðir á lægra verði. „Já, já. ég á von á því að leiguverðið verði lægra, bæði lægra almennt og vegna þess að við erum með ákveðin mörk hvað leiga má vera há í samræmi við tekjur viðkomandi, þannig að ég á von á að leiga verði lægri,“ segir Ragnar.
Húsnæðismál Bítið Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda. 25. febrúar 2019 17:18 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda. 25. febrúar 2019 17:18
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15