Breskur fyrrverandi hermaður ákærður vegna blóðuga sunnudagsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 13:32 Fjölskyldur þeirra sem voru myrtir á blóðuga sunnudeginum kröfðust réttlætis fyrir þá í Derry í dag. Vísir/Getty Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010. Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010.
Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira