30 ára Grettis-gáta loksins leyst í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 10:56 Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Vísir/Getty Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019 Frakkland Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019
Frakkland Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira