Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 12:15 Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira