Guðmundur: Erum að spila á okkar heimavelli og viljum gjarnan vinna leikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Guðmundur í viðtalinu í dag. mynd/skjáskot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að allir leikmenn liðsins séu klárir í slaginn fyrir leikina gegn Norður-Makedóníu. Ísland mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið en síðari leikurinn í Makedóníu á sunnudag en leikirnir eru liður í undankeppni EM 2020. „Við erum að spila á okkar heimavelli og við viljum gjarnan vinna leikinn en það verður ekki einfalt. Þetta er mjög sterkt lið og reynslumikið. Þeir eru líkamlega sterkir og búa yfir ýmis konar vopnabúri,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson. „Þeir hafa verið að spila mikið sjö á sex og við þurfum að leysa það. Þeir eru með öflugar skyttur og frábæra línumenn og góðan markmann. Það er eitt og annað en svo er kominn nýr þjálfari og þá koma áherslubreytingar sem við vitum ekki nákvæmlega hverjar eru.“ Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Norður-Makedónía einungis tvö, svo þeir þurfa nauðsynlega á stigunum tveimur að halda á miðvikudaginn. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta verður spennandi verkefni og við erum búnir að spila marga leiki við þá. Þetta hafa eiginlega alltaf verið jafnar viðureignir og ég á von á því að þetta verði þannig. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna.“ Guðmundur hvetur stuðningsmenn til að fjölmennina í Höllina og segir að það geti verið mikilvægt. „Það er skemmtilegt að spila á heimavelli. Vonandi fáum við fulla höll og það verður góð stemning. Það hefur oft verið hérna. Við þurfum á því að halda að fá hörku stemningu í Höllina og þá verður þetta skemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um standið á hópnum, ákvörðunina að gefa Aroni frí á æfingu í dag og margt fleira.Klippa: Viðtalið við Guðmund Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að allir leikmenn liðsins séu klárir í slaginn fyrir leikina gegn Norður-Makedóníu. Ísland mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið en síðari leikurinn í Makedóníu á sunnudag en leikirnir eru liður í undankeppni EM 2020. „Við erum að spila á okkar heimavelli og við viljum gjarnan vinna leikinn en það verður ekki einfalt. Þetta er mjög sterkt lið og reynslumikið. Þeir eru líkamlega sterkir og búa yfir ýmis konar vopnabúri,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson. „Þeir hafa verið að spila mikið sjö á sex og við þurfum að leysa það. Þeir eru með öflugar skyttur og frábæra línumenn og góðan markmann. Það er eitt og annað en svo er kominn nýr þjálfari og þá koma áherslubreytingar sem við vitum ekki nákvæmlega hverjar eru.“ Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Norður-Makedónía einungis tvö, svo þeir þurfa nauðsynlega á stigunum tveimur að halda á miðvikudaginn. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta verður spennandi verkefni og við erum búnir að spila marga leiki við þá. Þetta hafa eiginlega alltaf verið jafnar viðureignir og ég á von á því að þetta verði þannig. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna.“ Guðmundur hvetur stuðningsmenn til að fjölmennina í Höllina og segir að það geti verið mikilvægt. „Það er skemmtilegt að spila á heimavelli. Vonandi fáum við fulla höll og það verður góð stemning. Það hefur oft verið hérna. Við þurfum á því að halda að fá hörku stemningu í Höllina og þá verður þetta skemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um standið á hópnum, ákvörðunina að gefa Aroni frí á æfingu í dag og margt fleira.Klippa: Viðtalið við Guðmund
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira