Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 15:48 Trump hafði lengi verið Nielsen reiður. Hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar en á það vildi forsetinn ekki heyra minnst. Vísir/EPA Tregða fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna til að fara eftir fyrirmælum Donalds Trump forseta sem stönguðust á við lög og dóma er sögð hafa átt þátt í að forsetinn bolaði henni úr embætti. Forsetinn er sagður hafa viljað taka aftur upp fyrri stefnu um að skilja að fjölskyldur á landamærunum að Mexíkó sem hann var gerður afturreka með í fyrra. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra, sagði af sér eftir fund sem hún átti með Trump í Hvíta húsinu í gær. Heimildir herma að hún hafi ekki ætlað sér að segja af sér en forsetinn hafi ekki gert henni stætt að halda áfram. Hann hafði ítrekað gagnrýnt ráðherrann og hellt sér yfir hann á ríkisstjórnarfundi. Trump er sagður hafa verið Nielsen argur vegna þess að hún var ekki tilbúin að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að flótta- og förufólk reyndi að fara yfir landamærin sem hann krafðist sem hafi í sumum tilfellum verið ólöglegar. Hann hafi meðal annars beðið hana um að banna öllum hælisleitendum að sækja um hæli. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Trump hafi um nokkurra mánaða skeið talað fyrir því að ríkisstjórn hans tæki aftur upp stefnu um að skilja að fjölskyldur innflytjenda á landamærunum jafnvel þó að hann hafi sjálfur gefið út tilskipun í fyrra til að binda enda á hana vegna kröftugra mótmæla og hneykslunar. Nielsen á að hafa sagt forsetanum að alríkisdómstólar hafi úrskurðað að ráðuneyti hennar væri óheimilt að taka stefnuna upp aftur. Slíkt hafi aðeins reitt Trump frekar til reiði. Forsetinn er sagður sannfærður um að stefnan hafi verið sú árangursríkasta í að fæla frá mögulega hælisleitendur.Skipað að sameina fjölskyldurnar aftur Þegar ljóst varð að um tvö þúsund börn hefðu verið tekin af foreldrum sínum á landamærunum í júní í fyrra braust fram mikil reiði í garð ríkisstjórnar Trump bæði innan Bandaríkjanna og utan. Í sumum tilfellum var börnunum haldið í búrum á meðan foreldrum þeirra hafði jafnvel þegar verið vísað úr landinu. Trump hröklaðist undan gagnrýninni þá og skrifaði undir forsetatilskipun um að aðskilnaðinum yrði hætt. Hann hefur síðan ítrekað logið því til að stefnan hafi ekki verið nýmæli og að hún hafi einnig tíðkast í tíð forvera hans, Baracks Obama og George W. Bush. Síðar kom í ljós að bandarísk yfirvöld höfðu ekki haldið reiður yfir hvað hefði orðið um börnin og foreldra þeirra vegna skipulags- og undirbúningsleysis. Alríkisstjórnin viðurkenndi nýlega að þúsundir barna til viðbótar hefðu mögulega verið skilin frá foreldrum sínum en áður hafði verið upplýst um. Málaferli gegn alríkisstjórninni standa nú yfir en dómstóll hefur skipað henni að skila börnunum til foreldra sinna. Á föstudag skilaði ríkisstjórn Trump greinargerð til dómara um að það gæti tekið eitt til tvö ár að bera kennsl á öll börnin sem hún tók af foreldrum sínum. Ástæðan sé meðal annars sú að Tolla- og landamæraeftirlitið hélt ekki gögn um fjölskyldurnar sem hún skildi að fyrr en eftir apríl í fyrra, að sögn New York Times. Fjölskylduaðskilnaðarstefnan hófst þegar Trump-stjórnin ákvað að ákæra og handtaka alla fullorðna einstaklinga sem komu ólöglega yfir landamærin vorið 2018. Ekki var heimilt að vista börn innflytjendanna með þeim í fangelsi og því voru bornin send í athvörf eða í fóstur. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU), sem höfðuðu málið gegn alríkisstjórninni til að binda enda á aðskilnaðinn, telja að um 2.800 börnum hafi verið komið í hendur foreldra sinna til þessa. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Heimavarnaráðherra Trump er hætt Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin. 7. apríl 2019 22:37 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tregða fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna til að fara eftir fyrirmælum Donalds Trump forseta sem stönguðust á við lög og dóma er sögð hafa átt þátt í að forsetinn bolaði henni úr embætti. Forsetinn er sagður hafa viljað taka aftur upp fyrri stefnu um að skilja að fjölskyldur á landamærunum að Mexíkó sem hann var gerður afturreka með í fyrra. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra, sagði af sér eftir fund sem hún átti með Trump í Hvíta húsinu í gær. Heimildir herma að hún hafi ekki ætlað sér að segja af sér en forsetinn hafi ekki gert henni stætt að halda áfram. Hann hafði ítrekað gagnrýnt ráðherrann og hellt sér yfir hann á ríkisstjórnarfundi. Trump er sagður hafa verið Nielsen argur vegna þess að hún var ekki tilbúin að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að flótta- og förufólk reyndi að fara yfir landamærin sem hann krafðist sem hafi í sumum tilfellum verið ólöglegar. Hann hafi meðal annars beðið hana um að banna öllum hælisleitendum að sækja um hæli. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Trump hafi um nokkurra mánaða skeið talað fyrir því að ríkisstjórn hans tæki aftur upp stefnu um að skilja að fjölskyldur innflytjenda á landamærunum jafnvel þó að hann hafi sjálfur gefið út tilskipun í fyrra til að binda enda á hana vegna kröftugra mótmæla og hneykslunar. Nielsen á að hafa sagt forsetanum að alríkisdómstólar hafi úrskurðað að ráðuneyti hennar væri óheimilt að taka stefnuna upp aftur. Slíkt hafi aðeins reitt Trump frekar til reiði. Forsetinn er sagður sannfærður um að stefnan hafi verið sú árangursríkasta í að fæla frá mögulega hælisleitendur.Skipað að sameina fjölskyldurnar aftur Þegar ljóst varð að um tvö þúsund börn hefðu verið tekin af foreldrum sínum á landamærunum í júní í fyrra braust fram mikil reiði í garð ríkisstjórnar Trump bæði innan Bandaríkjanna og utan. Í sumum tilfellum var börnunum haldið í búrum á meðan foreldrum þeirra hafði jafnvel þegar verið vísað úr landinu. Trump hröklaðist undan gagnrýninni þá og skrifaði undir forsetatilskipun um að aðskilnaðinum yrði hætt. Hann hefur síðan ítrekað logið því til að stefnan hafi ekki verið nýmæli og að hún hafi einnig tíðkast í tíð forvera hans, Baracks Obama og George W. Bush. Síðar kom í ljós að bandarísk yfirvöld höfðu ekki haldið reiður yfir hvað hefði orðið um börnin og foreldra þeirra vegna skipulags- og undirbúningsleysis. Alríkisstjórnin viðurkenndi nýlega að þúsundir barna til viðbótar hefðu mögulega verið skilin frá foreldrum sínum en áður hafði verið upplýst um. Málaferli gegn alríkisstjórninni standa nú yfir en dómstóll hefur skipað henni að skila börnunum til foreldra sinna. Á föstudag skilaði ríkisstjórn Trump greinargerð til dómara um að það gæti tekið eitt til tvö ár að bera kennsl á öll börnin sem hún tók af foreldrum sínum. Ástæðan sé meðal annars sú að Tolla- og landamæraeftirlitið hélt ekki gögn um fjölskyldurnar sem hún skildi að fyrr en eftir apríl í fyrra, að sögn New York Times. Fjölskylduaðskilnaðarstefnan hófst þegar Trump-stjórnin ákvað að ákæra og handtaka alla fullorðna einstaklinga sem komu ólöglega yfir landamærin vorið 2018. Ekki var heimilt að vista börn innflytjendanna með þeim í fangelsi og því voru bornin send í athvörf eða í fóstur. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU), sem höfðuðu málið gegn alríkisstjórninni til að binda enda á aðskilnaðinn, telja að um 2.800 börnum hafi verið komið í hendur foreldra sinna til þessa.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Heimavarnaráðherra Trump er hætt Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin. 7. apríl 2019 22:37 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Heimavarnaráðherra Trump er hætt Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin. 7. apríl 2019 22:37
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11