Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2019 09:15 Jim Bridenstine, yfirmaður NASA. EPA/MICHAEL REYNOLDS Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira