Ágúst: Kallinn bara algjörlega búinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. apríl 2019 22:07 Ágúst glottir við tönn fyrr í vetur. VÍSIR/DANÍEL Valur tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna. Valur vann Hauka 25-22 á heimavelli og náðu því að klára Haukana í þremur leikjum. Valur var á tímapunkti í seinni hálfleik undir 19-17. Þá tók Gústi leikhlé og Valur vann restina af leiknum 8-3 og sýndu mikla yfirburði í restina. „Við slökuðum aðeins á þarna á kafla. Það var dálítið hár púls á tímabili og stelpurnar voru kannski aðeins of staðráðnar í að vinna þetta. Við vorum að flýta okkur of mikið. Við slökuðum síðan á og stilltum varnarleikinn aðeins. Við náðum bara í góðan sigur,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Valur töpuðu ekki leik í einvíginu og voru allir leikirnir voru nokkuð þægilegir sigrar. Gústi var samt ekki tilbúinn að segja að sigurinn hafi verið öruggur allan tímann. „Auðvitað var þetta í hættu á einhverjum tímapunkti. Haukar eru með frábært lið og mikla breidd. Við spilum bara frábæran varnarleik allt einvígið og vörnin í dag var virkilega góð. “ Haukar voru oft að taka langar sóknir sóknir en Valsvörnin slakaði aldrei á. Gústi var ánægður með vörnina eftir leikinn. „Við stóðum lengi í vörn, við vorum í vörn 70% af leiknum. Það var erfitt og reyndi mikið á liðið.” „Stelpurnar sýndu bara mikinn karakter. Þær sýna jafna og góða spilamennsku í gegnum allt einvígið. Liðsheildin var feykilega öflug hjá okkur og ég er bara gríðarlega sáttur við þetta.” Framundan er úrslitaeinvígi gegn Fram. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra líka og er nokkuð öruggt að segja að þetta séu tvö bestu lið landsins. „Akkúrat núna er kallin bara algjörlega búinn sko. Ég verð orðinn fínn eftir helgi og er bara spenntur fyrir að mæta Fram. Fram er með frábært og vel mannað lið. Við erum það líka og framundan er bara skemmtilegt einvígi.” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Valur tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna. Valur vann Hauka 25-22 á heimavelli og náðu því að klára Haukana í þremur leikjum. Valur var á tímapunkti í seinni hálfleik undir 19-17. Þá tók Gústi leikhlé og Valur vann restina af leiknum 8-3 og sýndu mikla yfirburði í restina. „Við slökuðum aðeins á þarna á kafla. Það var dálítið hár púls á tímabili og stelpurnar voru kannski aðeins of staðráðnar í að vinna þetta. Við vorum að flýta okkur of mikið. Við slökuðum síðan á og stilltum varnarleikinn aðeins. Við náðum bara í góðan sigur,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Valur töpuðu ekki leik í einvíginu og voru allir leikirnir voru nokkuð þægilegir sigrar. Gústi var samt ekki tilbúinn að segja að sigurinn hafi verið öruggur allan tímann. „Auðvitað var þetta í hættu á einhverjum tímapunkti. Haukar eru með frábært lið og mikla breidd. Við spilum bara frábæran varnarleik allt einvígið og vörnin í dag var virkilega góð. “ Haukar voru oft að taka langar sóknir sóknir en Valsvörnin slakaði aldrei á. Gústi var ánægður með vörnina eftir leikinn. „Við stóðum lengi í vörn, við vorum í vörn 70% af leiknum. Það var erfitt og reyndi mikið á liðið.” „Stelpurnar sýndu bara mikinn karakter. Þær sýna jafna og góða spilamennsku í gegnum allt einvígið. Liðsheildin var feykilega öflug hjá okkur og ég er bara gríðarlega sáttur við þetta.” Framundan er úrslitaeinvígi gegn Fram. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra líka og er nokkuð öruggt að segja að þetta séu tvö bestu lið landsins. „Akkúrat núna er kallin bara algjörlega búinn sko. Ég verð orðinn fínn eftir helgi og er bara spenntur fyrir að mæta Fram. Fram er með frábært og vel mannað lið. Við erum það líka og framundan er bara skemmtilegt einvígi.”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15