Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2019 11:00 Aron Pálmarsson var í fyrsta sinn í tapliði í keppnisleik í Laugardalshöllinni í gær. Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007) EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007)
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00
Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27
Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13
Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43