Rush fær hundrað milljónir í bætur vegna „æsifréttamennsku af verstu sort“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 08:14 Geoffrey Rush fyrir utan dómstól í Sydney í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Málaferli hans gegn Daily Telegraph hafa staðið yfir í marga mánuði. Getty/Mark Metcalfe Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð. Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð.
Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35
Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01