Stefán: Kæmi mér ekki á óvart að Valsmenn væru byrjaðir að panta hljómsveit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2019 19:45 Stefán hefur bæði gert Fram og Val að Íslandsmeisturum. vísir/eyþór „Ég er ósáttur að hafa ekki klárað þetta í venjulegum leiktíma. Við vorum í góðri stöðu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Val í dag, 26-29. Valskonur eru nú 2-0 yfir í einvígi liðanna og með sigri á sunnudaginn verða þær Íslandsmeistarar. Sandra Erlingsdóttir jafnaði fyrir Val úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var runninn út. Stefán var ekki sáttur með þann dóm og ræddi lengi við dómarana eftir leik. „Það er alltaf eitt og annað sem maður er ekki sáttur við en heilt yfir dæmdu þeir þetta vel,“ sagði Stefán. Fram var í vænlegri stöðu undir lokin, tveimur mörkum yfir, en kastaði sigrinum frá sér. „Við áttum tvær slakar sóknir og þær refsuðu með mörkum úr seinni bylgju. Við skiluðum okkur illa til baka og ég er ósáttur með það. Við áttum að klára þetta,“ sagði Stefán. Valur var alltaf skrefinu á undan í framlengingunni sem liðið vann, 7-4. „Oft er það þannig að liðið sem skorar fyrst vinnur. Þær skoruðu ódýr mörk og þá datt stemmningin niður,“ sagði Stefán. Fram þarf að vinna á Hlíðarenda á sunnudaginn, annars verður Valur Íslandsmeistari. Stefán gat ekki stillt sig um að skjóta á Valsmenn. „Við förum á Hlíðarenda til að vinna en það kæmi mér ekki á óvart að Valsmenn væru byrjaðir að panta hljómsveit fyrir sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-29 | Valskonur með pálmann í höndunum Valur er kominn í 2-0 í einvíginu gegn Fram um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur, 26-29, eftir framlengingu í öðrum leik liðanna í dag. 25. apríl 2019 18:45 Díana Dögg: Þær vita aldrei hvenær við ætlum að keyra og hvenær ekki Eyjakonan örvhenta í liði Vals var að vonum ánægð eftir sigurinn á Fram í Safamýrinni í dag. 25. apríl 2019 19:10 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Ég er ósáttur að hafa ekki klárað þetta í venjulegum leiktíma. Við vorum í góðri stöðu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Val í dag, 26-29. Valskonur eru nú 2-0 yfir í einvígi liðanna og með sigri á sunnudaginn verða þær Íslandsmeistarar. Sandra Erlingsdóttir jafnaði fyrir Val úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var runninn út. Stefán var ekki sáttur með þann dóm og ræddi lengi við dómarana eftir leik. „Það er alltaf eitt og annað sem maður er ekki sáttur við en heilt yfir dæmdu þeir þetta vel,“ sagði Stefán. Fram var í vænlegri stöðu undir lokin, tveimur mörkum yfir, en kastaði sigrinum frá sér. „Við áttum tvær slakar sóknir og þær refsuðu með mörkum úr seinni bylgju. Við skiluðum okkur illa til baka og ég er ósáttur með það. Við áttum að klára þetta,“ sagði Stefán. Valur var alltaf skrefinu á undan í framlengingunni sem liðið vann, 7-4. „Oft er það þannig að liðið sem skorar fyrst vinnur. Þær skoruðu ódýr mörk og þá datt stemmningin niður,“ sagði Stefán. Fram þarf að vinna á Hlíðarenda á sunnudaginn, annars verður Valur Íslandsmeistari. Stefán gat ekki stillt sig um að skjóta á Valsmenn. „Við förum á Hlíðarenda til að vinna en það kæmi mér ekki á óvart að Valsmenn væru byrjaðir að panta hljómsveit fyrir sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-29 | Valskonur með pálmann í höndunum Valur er kominn í 2-0 í einvíginu gegn Fram um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur, 26-29, eftir framlengingu í öðrum leik liðanna í dag. 25. apríl 2019 18:45 Díana Dögg: Þær vita aldrei hvenær við ætlum að keyra og hvenær ekki Eyjakonan örvhenta í liði Vals var að vonum ánægð eftir sigurinn á Fram í Safamýrinni í dag. 25. apríl 2019 19:10 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-29 | Valskonur með pálmann í höndunum Valur er kominn í 2-0 í einvíginu gegn Fram um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur, 26-29, eftir framlengingu í öðrum leik liðanna í dag. 25. apríl 2019 18:45
Díana Dögg: Þær vita aldrei hvenær við ætlum að keyra og hvenær ekki Eyjakonan örvhenta í liði Vals var að vonum ánægð eftir sigurinn á Fram í Safamýrinni í dag. 25. apríl 2019 19:10