Kaupir í Högum fyrir nærri 900 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. apríl 2019 08:30 Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss. vísir/vilhelm Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur bætt við sig í Högum með kaupum á 1,65 prósenta hlut í smásölurisanum, að virði um 860 milljónir króna, samkvæmt nýlegum lista yfir stærstu hluthafa hans. Þá hefur Stapi lífeyrissjóður keypt tæplega 0,5 prósenta hlut í félaginu en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og hlutabréfasjóður í stýringu Stefnis, auk 365 miðla, hafa á sama tíma minnkað umtalsvert við sig. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er næststærsti lífeyrissjóður landsins, fór um miðjan aprílmánuð með 9,95 prósenta hlut í Högum, að virði um 5,2 milljarðar króna miðað við núverandi hlutabréfaverð félagsins, en til samanburðar nam eignarhlutur sjóðsins 8,3 prósentum í lok síðasta mánaðar. Er sjóðurinn þannig orðinn þriðji stærsti hluthafi í Högum á eftir Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi – lífeyrissjóði en fyrrnefndi sjóðurinn seldi fyrr í mánuðinum 0,8 prósenta hlut í smásölufélaginu. Er eignarhlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nú tæplega 13,2 prósent. Stærsti hlutabréfasjóður landsins, Stefnir – ÍS 15, hefur jafnframt minnkað hlut sinn í Högum um samtals 0,9 prósent á undanförnum vikum. 365 miðlar, sem er að mestu í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, minnkuðu sem kunnugt er við sig í smásölurisanum fyrr í mánuðinum samhliða því að félagið fjárfesti í Skeljungi. Félagið átti rúmlega fjögurra prósenta hlut í Högum, meðal annars í gegnum framvirka samninga, í byrjun ársins. Haft var eftir Jóni Skaftasyni, framkvæmdastjóra fjárfestinga hjá 365 miðlum, á vef Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum að félagið væri enn á meðal stærstu einkafjárfestanna í Högum. Mikil tækifæri væru almennt til hagræðingar á smásölumarkaðinum. Gengi hlutabréfa í Högum, sem reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, hefur lækkað um ríflega sjö prósent það sem af er ári. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur bætt við sig í Högum með kaupum á 1,65 prósenta hlut í smásölurisanum, að virði um 860 milljónir króna, samkvæmt nýlegum lista yfir stærstu hluthafa hans. Þá hefur Stapi lífeyrissjóður keypt tæplega 0,5 prósenta hlut í félaginu en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og hlutabréfasjóður í stýringu Stefnis, auk 365 miðla, hafa á sama tíma minnkað umtalsvert við sig. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er næststærsti lífeyrissjóður landsins, fór um miðjan aprílmánuð með 9,95 prósenta hlut í Högum, að virði um 5,2 milljarðar króna miðað við núverandi hlutabréfaverð félagsins, en til samanburðar nam eignarhlutur sjóðsins 8,3 prósentum í lok síðasta mánaðar. Er sjóðurinn þannig orðinn þriðji stærsti hluthafi í Högum á eftir Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi – lífeyrissjóði en fyrrnefndi sjóðurinn seldi fyrr í mánuðinum 0,8 prósenta hlut í smásölufélaginu. Er eignarhlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nú tæplega 13,2 prósent. Stærsti hlutabréfasjóður landsins, Stefnir – ÍS 15, hefur jafnframt minnkað hlut sinn í Högum um samtals 0,9 prósent á undanförnum vikum. 365 miðlar, sem er að mestu í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, minnkuðu sem kunnugt er við sig í smásölurisanum fyrr í mánuðinum samhliða því að félagið fjárfesti í Skeljungi. Félagið átti rúmlega fjögurra prósenta hlut í Högum, meðal annars í gegnum framvirka samninga, í byrjun ársins. Haft var eftir Jóni Skaftasyni, framkvæmdastjóra fjárfestinga hjá 365 miðlum, á vef Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum að félagið væri enn á meðal stærstu einkafjárfestanna í Högum. Mikil tækifæri væru almennt til hagræðingar á smásölumarkaðinum. Gengi hlutabréfa í Högum, sem reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, hefur lækkað um ríflega sjö prósent það sem af er ári.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Sjá meira